Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 15:58 Rósu Björk finnst undarlegt að viðbótin hafi verið undirrituð af embættismanni og ekki komið fyrir Alþingi eða utanríkismálanefnd. Guðlaugur Þór var utanríkisráðherra man ekki eftir þessum þætti málsins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál. Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“ Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Upplýst var í fréttaskýringarþættinum Kveik á Rúv í gær að stjórnvöld hefðu gert viðbætur við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna sem voru undirritaðar 13. og 17. október 2017. Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var við völd þegar síðari viðbótin var undirrituð. Í viðbótinni koma fram ný ákvæði í samninginn eins og „Operating locations“ sem fjallar um sérstök aðgerðarsvæði Bandaríkjahers hér á landi. Sérfræðingar sem koma fram í Kveik telja ákvæði tvíræð og veiti Bandaríkjaher aukna heimild til aðgerða hér á landi án skýrs samþykkis Alþingis. Þá kom fram í þættinum í gær að þessi viðbót hafi ekki verið rædd á Alþingi eða birt í Stjórnartíðindum. „Aldrei verið að leyna neinu“ Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var utanríkisráðherra þegar viðbótin var gerð. Varst þú meðvitaður um að verið væri að gera þessar viðbætur? „Ég man ekki eftir nákvæmlega þessum þætti málsins. Svo það sé sagt þá var aldrei verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð. Ef sérfræðingur ráðuneytisins hefði talið eðlilegt að það væri farið með þetta inn í utanríkismálanefnd eða þingið þá hefðum við að sjálfsögðu gert það. En ég man ekki eftir þessu sérstaka máli. Hann segir hins vegar gott að verið sé að ræða öryggis- og varnamál. „Því meira sem við ræðum þessi mál því betra.“ Hefði ekki verið eðlilegt að bera þetta líka undir Alþingis og utanríkismálanefnd? „Ef að sérfræðingarnir sem kláruðu þessa útfærslu hefði talið það eðlilegt hefðum við að sjálfsögðu gert það.“ Mikilvægt að málið verði upplýst Rósa Björk Brynjólfsdóttir var þingmaður Vinstri grænna í minnihluta í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Hún furðar sig á að málið hafi ekki komið á borð nefndarinnar. „Það sem mér finnst vera aðkallandi að skýra betur er hvers vegna vegna farið var í undirritun á uppfærslu á varnarsamningnum á þessum tíma þegar starfsstjórn var við völd. Samkvæmt túlkun þjóðréttarfræðinga sem Kveikur talaði við í gær eru alla vega þarna atriði sem hefði þurft að bera undir Alþingi.“ Þú sast í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma. Kom þetta mál aldrei ekki inn á ykkar borð? „Nei þetta kom ekki inn á okkar borð.“ Hún telur afar mikilvægt málið verði upplýst. „Auðvitað þyrfti að skýra það hvers vegna embættismaður í utanríkisráðuneytinu var látinn skrifa undir þessa uppfærslu. Þá þarf líka að koma fram hvort þetta hafi verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar þáverandi sem var starfsstjórn. Mín reynsla er sú að embættismenn skrifa ekki undir svona samninga og breytingar á þeim nema með leyfi ráðherra.“
Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira