Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 19:35 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira