„Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 15:36 Er það rautt flagg að finnast kynlífið búið þegar annar aðilinn er búinn að fá það? Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is. Kynbundið ofbeldi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira