Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:58 Það er gott að vera búinn að undirbúa sig fyrir langvarandi rafmagnsleysi, vatnsskort og fleira. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins. Almannavarnir Rafmagn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
„Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum í tilkynningu vegna átaksins. Markmiðið með þriggja daga verkefninu er að landsmenn búi sig undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti þrjá daga og verði sömuleiðis viðbúnir því að vera án net- og símasambands. „Að geta bjargað okkur í einhverja daga auðveldar ekki aðeins okkur sjálfum að takast á við erfiða stöðu heldur léttir álagið á viðbragðsaðilum sem geta þá sinnt þeim sem eru verr staddir,“ segir Aðalheiður. „Góður undirbúningur skapar seiglu á hættustundu og getur jafnvel bjargað mannslífum.“ Heimilisáætlun og viðlagakassi En hvernig eflum við okkar eigin viðnámsþrótt við hamförum og neyðarástandi? Öll heimili ættu að vera með heimilisáætlun og viðlagakassa tilbúinn. Viðlagakassinn er hugsaður fyrir helstu nauðsynjar sem fólk þarf til að komast af á heimili sínu í að minnsta kosti 3 daga verði til dæmis bæði vatns- og rafmagnslaust. Eftirtalda hluti er gott að setja í kassann: Útvarp Rafhlöður Kerti Eldspýtur/kveikjara Prímus eða gasgrill Vasaljós Viðgerðarlímband Fjölnota verkfæri Lista yfir mikilvæg símanúmer Skyndihjálpartösku Þá þarf matur og vatn fyrir alla fjölskylduna til þriggja daga að vera tiltækt á heimilinu. Ekki gleyma gæludýrunum! Það er aldrei að vita hvenær þörf á að grípa til viðlagakassans skapast og því hvetur Rauði krossinn landsmenn til að útbúa hann strax. Ef til rýminga kemur Einnig þarf fólk að vera undirbúið því að þurfa að rýma heimili sín. Aðskilnaður fólks er einn mesti streituvaldurinn í neyðarástandi. Komi til rýminga er því mikilvægt að fólk á sama heimili sé búið að ákveða söfnunarsvæði til að koma saman á. Gott er að ákveða einn stað fyrir utan húsið, annan utan hverfis og á þeim þriðja þarf að vera hægt að gista. Þá er mikilvægt að tengjast fólki í nærumhverfinu því í neyðarástandi er fyrsta utanaðkomandi hjálpin sem fæst líklegast frá nágrönnum. Hugaðu að andlegu hliðinni Þekkt er að neyðarástand getur verið mjög streituvaldandi. Hvetur Rauði krossinn því landsmenn til að undirbúa sig andlega fyrir atburði sem gætu valdið þeim streitu og ótta. Það má gera með því að: Hugsaðu um hvaða þættir myndu valda þér miklu álagi eða ótta eins og til dæmis aðskilnaður frá fjölskyldu, hávaði í veðri, jarðskjálftar eða annað. Vertu klár á því hver viðbrögð þín gætu orðið undir slíku álagi. Hvernig tekstu á við óvænt atvik, álag, streitu og ótta? Hugsaðu um hvernig þú tekst almennt á við aukið álag, streitu og ótta. Þekkirðu leiðir og aðferðir við að takast á við streitu og ótta og ná jafnvægi? „Til að lágmarka streitu og halda ró er mikilvægt að vera andlega undirbúin og þekkja eigin viðbrögð,“ segir Aðalheiður. „Með því að vera meðvituð um þau verkfæri sem við höfum til að takast á við streitu tökum við réttari og yfirvegaðri ákvarðanir ef hætta steðjar að.“ Að neðan má sjá myndbönd úr kynningarherferð Rauða krossins.
Almannavarnir Rafmagn Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira