Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 21:17 Pawel Bartoszek er formaður utanríkisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. „Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
„Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent