Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2025 16:17 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Þeir hafa löngumverið samherjar en nú tekur Jón Trausti við ritstjórataumum á Mannlífi, úr höndum föður síns og þar verður allt tekið í gegn, í hólf og gólf. Jón Trausti Reynisson hefur sett upp blaðamannahattinn á ný en hann hefur tekið að sér ritstjórn Mannlífs. Í það minnsta fyrst um sinn meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um málefni miðilsins. Jón Trausti var áður framkvæmdastjóri Heimildarinnar en hefur nú rifið fram pennann á ný en það sáu menn í nýlegri umfjöllun sem hann er skrifaður fyrir og fjallar um „16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu“. Áhugadrifinn, daglegur fréttavefur Þegar Vísir náði tali af Jóni Trausta lá hann með flensu heima fyrir en náði þó að segja þetta að Samkeppniseftirlitið er nú með erindi frá Sameinaða útgáfufélaginu (SÚ) um yfirtöku á Mannlífi. SÚ er útgáfufélagið sem gefur út Heimildina og er nú að færa út kvíarnar. „Undanfarið höfum við verið að vinna að umbreytingu Mannlífs, með fyrirvara um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við erum að koma með nýtt og breytt Mannlíf, nýjan miðill sem byggir á þessu fornfræga tímariti,“ segir Jón Trausti. Fyrsta skrefið var ný hönnun en hún var innleidd fyrr í mánuðinum. Og svo er verið að móta ritstjórnarstefnuna til lengri tíma. „Mannlíf er áhugadrifinn, daglegur fréttavefur, en við viljum líka byggja upp tímaritahluta með ítarlegri greinum um lykilmál og málefni þjóðfélagsins, í anda klassíska tímaritaefnisins sem Mannlíf var þekkt fyrir frá stofnárinu 1984.“ Engin sameining Mannlífs og Heimildarinnar Eins og fram hefur komið eru Mannlíf og Heimildin aðskildir fjölmiðlar með sitt hvora ritstjórnarstefnu, sem eiga þá sameiginlegt að vera innan sama útgáfufélags. „Já. Alveg eins og Politiken og Ekstra Bladet í Danmörku, og Aftenposten og VG í Noregi, sem eru eðlisólíkir miðlar, að miklu leyti ætlaðir mismunandi hópum. Jón Trausti setur á sig blaðamannahattinn á ný.aðsend Það er því ekki þannig að Mannlíf og Heimildin sameinist með neinum hætti, heldur er Sameinaða útgáfufélagið að taka yfir Mannlíf til að halda sögu þess gangandi og auðga ísenska fjölmiðlaflóru.“ Jón Trausti segir að fyrst um sinn verði hann ritstjóri Mannlífs og vinni að þróun þess. Svo kemur í ljós hvað verður. „Stjórn útgáfufélagsins fer með ráðningarmál ritstjóra. En núna erum við að bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vegna sérlaga um fjölmiðla þarf velta ekki eða vera nema 100 milljónir hjá öðru hvoru félaginu til þess að SKE þurfi að samþykkja yfirtöku.“ Nú þarf allar hendur á dekk Til að byrja með verða þrír að vinna á Mannlífi að meðtöldum ritstjóranum. Hinir tveir eru Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. SÚ yfirtekur Mannlíf og fleiri eignir útgáfufélag þess án greiðslu, en tekur við ráðningasamninga tveggja blaðamanna. Þetta var samþykkt á hluthafafundi og af stjórn. Orðsporið sem fór af Mannlífi undir ritstjórn Reynis Traustasonar, föður Jóns Trausta, var allaveganna. Og var tekist á um kaupin í stjórn. Margir voru ósáttir við ritstjórnarstefnuna. En nú stendur til að breyta henni, meðal annars. „Já, það lá alltaf fyrir að við myndum breyta Mannlífi ef við tækjum það yfir, bæði útlitslega og efnislega. En það verður alltaf áhugadrifinn miðill. Hluti af tilgangnum með slíkum miðlum getur verið að opna þjóðfélagumræðuna fyrir sem flest fólk. Vonandi næst síðan að eiga gott framlag í þjóðfélagsumræðuna og menninguna.“ Ekki fer hjá því að nefna að heldur þungskýjað hefur verið yfir fjölmiðlum undanfarin dægrin, vikur og mánuði ef því er að skipta: Er þetta ekki erfiður róður? „Jú, við þekkjum það vel, að þurfa að haga seglum eftir vindi og sigla milli skers og báru. Núna þarf allar hendur upp á dekk. Ég held að enginn haldist í fjölmiðlum án þess að sjá beinlínis tilgang í því fyrir samfélagið. Og ég sé að minnsta kosti tilgang í því að efla og þróa miðil eins og Mannlíf, með alla þessa sögu.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jón Trausti var áður framkvæmdastjóri Heimildarinnar en hefur nú rifið fram pennann á ný en það sáu menn í nýlegri umfjöllun sem hann er skrifaður fyrir og fjallar um „16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu“. Áhugadrifinn, daglegur fréttavefur Þegar Vísir náði tali af Jóni Trausta lá hann með flensu heima fyrir en náði þó að segja þetta að Samkeppniseftirlitið er nú með erindi frá Sameinaða útgáfufélaginu (SÚ) um yfirtöku á Mannlífi. SÚ er útgáfufélagið sem gefur út Heimildina og er nú að færa út kvíarnar. „Undanfarið höfum við verið að vinna að umbreytingu Mannlífs, með fyrirvara um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við erum að koma með nýtt og breytt Mannlíf, nýjan miðill sem byggir á þessu fornfræga tímariti,“ segir Jón Trausti. Fyrsta skrefið var ný hönnun en hún var innleidd fyrr í mánuðinum. Og svo er verið að móta ritstjórnarstefnuna til lengri tíma. „Mannlíf er áhugadrifinn, daglegur fréttavefur, en við viljum líka byggja upp tímaritahluta með ítarlegri greinum um lykilmál og málefni þjóðfélagsins, í anda klassíska tímaritaefnisins sem Mannlíf var þekkt fyrir frá stofnárinu 1984.“ Engin sameining Mannlífs og Heimildarinnar Eins og fram hefur komið eru Mannlíf og Heimildin aðskildir fjölmiðlar með sitt hvora ritstjórnarstefnu, sem eiga þá sameiginlegt að vera innan sama útgáfufélags. „Já. Alveg eins og Politiken og Ekstra Bladet í Danmörku, og Aftenposten og VG í Noregi, sem eru eðlisólíkir miðlar, að miklu leyti ætlaðir mismunandi hópum. Jón Trausti setur á sig blaðamannahattinn á ný.aðsend Það er því ekki þannig að Mannlíf og Heimildin sameinist með neinum hætti, heldur er Sameinaða útgáfufélagið að taka yfir Mannlíf til að halda sögu þess gangandi og auðga ísenska fjölmiðlaflóru.“ Jón Trausti segir að fyrst um sinn verði hann ritstjóri Mannlífs og vinni að þróun þess. Svo kemur í ljós hvað verður. „Stjórn útgáfufélagsins fer með ráðningarmál ritstjóra. En núna erum við að bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vegna sérlaga um fjölmiðla þarf velta ekki eða vera nema 100 milljónir hjá öðru hvoru félaginu til þess að SKE þurfi að samþykkja yfirtöku.“ Nú þarf allar hendur á dekk Til að byrja með verða þrír að vinna á Mannlífi að meðtöldum ritstjóranum. Hinir tveir eru Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. SÚ yfirtekur Mannlíf og fleiri eignir útgáfufélag þess án greiðslu, en tekur við ráðningasamninga tveggja blaðamanna. Þetta var samþykkt á hluthafafundi og af stjórn. Orðsporið sem fór af Mannlífi undir ritstjórn Reynis Traustasonar, föður Jóns Trausta, var allaveganna. Og var tekist á um kaupin í stjórn. Margir voru ósáttir við ritstjórnarstefnuna. En nú stendur til að breyta henni, meðal annars. „Já, það lá alltaf fyrir að við myndum breyta Mannlífi ef við tækjum það yfir, bæði útlitslega og efnislega. En það verður alltaf áhugadrifinn miðill. Hluti af tilgangnum með slíkum miðlum getur verið að opna þjóðfélagumræðuna fyrir sem flest fólk. Vonandi næst síðan að eiga gott framlag í þjóðfélagsumræðuna og menninguna.“ Ekki fer hjá því að nefna að heldur þungskýjað hefur verið yfir fjölmiðlum undanfarin dægrin, vikur og mánuði ef því er að skipta: Er þetta ekki erfiður róður? „Jú, við þekkjum það vel, að þurfa að haga seglum eftir vindi og sigla milli skers og báru. Núna þarf allar hendur upp á dekk. Ég held að enginn haldist í fjölmiðlum án þess að sjá beinlínis tilgang í því fyrir samfélagið. Og ég sé að minnsta kosti tilgang í því að efla og þróa miðil eins og Mannlíf, með alla þessa sögu.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira