Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 15:01 Benoný Breki Andrésson var á skotskónum fyrir Ísland í dag. Getty/Ben Roberts Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann 6-1 stórsigur gegn Skotlandi í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni í dag. Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58
KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45