Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 10:31 Arnar Gunnlaugsson fer ekki vel af stað sem landsliðsþjálfari. Lárus Orri Sigurðsson segir ljóst að Arnar hafi gert klár mistök í liðsvali sínu í gær. Samsett/EPA/Stöð 2 Sport „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira