Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 22:31 Alba Redondo skoraði opnunarmark leiksins. Diego Souto/Getty Images Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra. Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum. Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmynd liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira
Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum.
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmynd liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira