Sædís spilaði allan leikinn í vinstri vængbakverði Vålerenga og var fyrst til að setja nafn sitt á blað þegar hún kom boltanum í netið á 14. mínútu.
Vålerenga bætti fjórum mörkum við áður en fyrri hálfleik lauk. Sædís lagði svo sjötta markið upp á Tilde Lindwall um miðjan seinni hálfleik.
Sædís varð norskur meistari með Vålerenga á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku í fyrra, þá lagði hún upp tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar á leiktíðinni.
Hlín á bekknum gegn Brighton
Hlín Eiríksdóttir kom ekki við sögu í 3-2 sigri Leicester gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Hin hálf-íslenska María Þórisdóttir byrjaði leikinn í miðvarðarstöðu hjá Brighton.
Sigurinn færir Leicester fimm stigum frá fallsætinu. Hlín hefur ekki spilað deildarleik síðan hún gekk til liðs við Leicester í lok janúar en tekið þátt í fjórum bikarleikjum.