Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 18:33 Forsætisráðuneytið hefur birt öll gögn sem tengjast erindi Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður banrsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Þar má sjá tímalínu málsins og tölvupóstsögu. Vísir/Vilhelm Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum í dag tölvupóstasamskipti ráðuneytisins og Ólafar Björnsdóttur og tímalínu um viðbrögð sín. Þar kemur fram að Ólöfu hafi aldrei verið heitið trúnaði, öfugt við það sem Ólöf hefur sjálf sagt. Aðstoðarmaður Kristrúnar sendi aðstoðarmanni Ásthildar skjáskot af fundarbeiðni Ólafar sem innihélt símanúmer og heimilisfang hennar. Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum rétt fyrir 17 öll gögn úr málaskrá ráðuneytisins vegna erindis sem barst 9. mars þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra. Þar má sjá yfirlit yfir tölvupósta sem bárust ráðuneytinu. Búið er að afmá nafn sendanda en þegar liggur fyrir að um er að ræða Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður Eiríks Ásmundssonar, barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ráðuneytið hefur jafnframt tekið saman í skjali tímalínu málsins af sinni hálfu til að veita „sem gleggsta mynd af meðferð erindisins innan ráðuneytisins.“ Þá kemur fram að málið sé enn opið í málaskrá ráðuneytisins og að beiðanda verði sent lokasvar áður en málinu verður lokað. Hér fyrir neðan má sjá framvindu málsins, tölvupósta Ólafar og svör ritara forsætisráðherra. „Vinsamlegast útvegið mér fund með Kristrúnu Frostadóttur“ Fyrsti pósturinn barst þann 9. mars til ráðuneytisins sem fyrirspurn send gegnum vef Stjórnarráðsins. Hann var svohljóðandi: „Góðan daginn, vinsamlegast útvegið mér fund með Kristrúnu Frostadóttur sem allra fyrst, fund sem mun taka um 5 mínútur.“ Í tímalínuskjali ráðuneytisins segir að í fjölmiðlum hefði komið fram að Ólöf hefði hringt í ráðuneytið tveimur dögum síðar, þann 11. mars, og „fengið þau svör að trúnaði sé haldið um erindi sem til þess berast.“ Eftir könnun innan ráðuneytisins hafi komið fram að enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi móttekið umrætt símtal. Ráðuneytið hafi þá óskað eftir upplýsingum frá Umbru - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, sem annast símsvörun fyrir Stjórnarráðið, um það hvort umrætt símtal hafi borist þangað. Umbra greindi frá því að símtal hefði borist þangað frá sendanda klukkan 12:06 þann 11. mars. Símtalið hafi varað í fjórar mínútur og þar hafi verið óskað eftir samtali við forsætisráðherra. Efnisatriði málsins hafi ekki verið rædd og trúnaði ekki heitið. „Símtalið var ekki áframsent á starfsmenn forsætisráðuneytis en samkvæmt venju var innhringjanda leiðbeint um að hafa samband við ráðuneytið með tölvupósti á netfangið for@for.is til að bera upp erindið og óska eftir viðtali.“ Ráðuneytið áréttar að stjórnvöldum er ekki heimilt að heita trúnaði um upplýsingar sem þeim berast, enda gildi sú meginregla að upplýsingar og gögn sem stjórnvöldum berast skuli vera aðgengileg nema þær takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Beðið um fund með Kristrúnu sem Ásthildur mætti sitja Þremur mínútum eftir að samtalinu lauk, klukkan 12:13, sendi Ólöf póst beint á forsætisráðuneytið. Þar greindi Ólöf frá því að málið varðaði Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann hljóðaði svo: „Góðan daginn, ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur, það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á.“ Í tímalínuskjali ráðuneytisins kemur fram að erindið hafi verið tekið fyrir sama dag, 11. mars, á reglulegum fundi forsætisráðherra klukkan 13:00 með aðstoðarmönnum og ritara ráðherra þar sem fjallað er um ýmis innsend erindi og beiðnir sem ráðherra berast. „Á þeim fundi var ákveðið að kanna hvort mennta- og barnamálaráðherra þekkti til sendanda eða mögulegs fundarefnis áður en afstaða yrði tekin til fundarbeiðninnar,“ segir í skjali ráðuneytisins Sendandi erindisins borinn undir Ásthildi Lóu Strax í kjölfarið hafi aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, sent aðstoðarmanni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, textaskilaboð. Þar hafi aðstoðarmaðurinn spurst fyrir um hvort ráðherra þekkti til sendanda eða mögulegs fundarefnis. Með skilaboðunum hafi fylgt skjáskot af fundarbeiðninni 11. mars þar sem sendandi gaf upp nafn, símanúmer og heimilisfang. Síðar sama dag hafi aðstoðarmenn Kristrúnar og aðstoðarmaður Ásthildar hist á Alþingi þar sem ráðherrar svöruðu óundirbúnum fyrirspurnum klukkan 13:30. Aðstoðarmaður Ásthildar hafi þar greint aðstoðarmanni Kristrúnar frá því munnlega að Ásthildur þekkti ekki til sendanda og vissi ekki um hvað mögulegt fundarefni snerist. Ásthildur hafi komið á eftir aðstoðarmanni sínum og staðfest það við aðstoðarmann Kristrúnar. „Frekari samskipti milli forsætisráðuneytis og mennta- barnamálaráðuneytis áttu sér ekki stað um fundarbeiðnina eða málið að öðru leyti fyrr en 20. mars,“ segir í skjalinu. Degi síðar, þann 12. mars klukkan 14:12, svaraði Martha Ricart, ritari forsætisráðherra, erindinu og bað sendanda að útskýra erindið áður en það yrði tekið til skoðunar í ráðuneytinu. Ólöf greinir frá erindinu Rétt eftir miðnætti þann 13. mars svaraði Ólöf pósti ritarans og greindi frá erindinu í ítarlega máli. Búið er að afmá stærstan part töluvupóstsins vegna upplýsinga sem falla undir 9. grein upplýsingalaga nr. 140/2012. Ólöf byrjar póstinn á því að segja að á vefnum komi fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir eigi tvo drengi með manni sínum en það sé ekki rétt. „Ég steig ekki fyrr fram því ég áttaði mig ekki á að þetta væri sú sem var...“ skrifar Ólöf en búið er að afmá framhaldið. Fylli maður í eyðurnar er Ólöf væntanlega að tala um að Ásthildur sé sú sem eignaðist barn með Eiríki Ásmundssyni fyrir 36 árum þegar hún var 22 ára og hann sextán ára. Restina af textanum er búið að afmá fyrir utan eina setningu um miðbik póstsins: „Ég vil að hún stigi til hliðar og þá mun ég ekki ræða þetta frekar...“ Morguninn eftir klukkan 11:19 þann 13. mars sendi Ólöf annan póst á ritara forsætisráðherra sem búið er að afmá algjörlega. Ráðuneytið hafnar erindinu Ritari forsætirsráðherra svarar pósti Ólafar klukkan 10:36 degi síðar, þann 14. mars og þakkar henni fyrir að skýra erindið. Þá greinir hún frá því að ekki sé hægt að bjóða fund eða símtal við forsætisráðherra vegna málsins. Tuttugu mínútum síðar, klukkan 10:56, sendir Ólöf annan póst á ritarann. Ólöf virðist þá ekki hafa séð síðasta póst ritarans þar sem erindinu er hafnað og spyr aftur hvenær erindi hennar verði tekið fyrir. Um 40 mínútum síðar, klukkan 11:39, svarar ritarinn: „Ég sendi svar fyrr í morgun um að ekki væri unnt að bjóða samtal við forsætisráðherra vegna málsins.“ Spurt hvort Kristrún sé samþykk því að hafa Ásthildi í ráðuneytið Eftir þetta sendir Ólöf þrjá pósta á ritarann yfir fjörutíu mínútna tímabil. Sá fyrsti birtist klukkan 11:50, ellefu mínútum eftir að svar ritarans berst. Hann er svohljóðandi: „Ég var að sjá það og spyr því, af hverju ekki? Samþykkir forsætisráðherra Ásthildi í þetta ráðuneyti með þessa sögu?“ Þrátt fyrir að Ólöf segist hafa séð svarið virðist svo ekki vera því tveimur mínútum síðar, klukkan 11:52, sendir hún annan póst á ritarann þar sem hún segist ekki finna svarið: „Fyrr í morgun… finn það ekki einu sinni í ruslpóstinum. Rúmum einum og hálfum tíma síðar, klukkan 12:31, sendir Ólöf annan póst þar sem hún leiðréttir síðasta póst sinn. Hann hljóðar svo: „Leiðrétting…. Þú sendir fyrr í morgun en ég bíð eftir svari.“ „Vil gjarnan frá svar“ Fjórði pósturinn í röð frá Ólöfu til ritarans berst þremur dögum síðar, 17. mars, klukkan 14:52. Þar hún biður enn um svör frá ráðuneytinu við spurningu sinni um það hvort forsætisráðherra samþykki Ásthildi í barnamálaráðuneytið með sína sögu. „Vil gjarnan fá svar svo ég geti brugðist við, að mínu mati er þetta algjörlega óásættanlegt,“ skrifar Ólöf í póstinum. Ritarinn svarar ekki þeirri spurningu Ólafar heldur áframsendir póst hennar um klukkutíma síðar, 14:52, á aðstoðarmenn forsætisráðherra: Ólaf Kjaran og Kristínu Ólafsdóttur. Dagur afsagnarinnar Í tímalínuskjali ráðuneytisins segir að í símtali þann 20. mars klukkan 10:55 hafi fréttamaður RÚV óskað eftir upplýsingum frá aðstoðarmanni forsætisráðherra um það hvort erindi sendanda hefði borist ráðuneytinu. Símtalið við fréttamanninn hafi varað í eina mínútu. Þremur klukkustundum síðar sama dag, klukkan 13:52, hafi aðstoðarmaður Ásthildar sent aðstoðarmanni Kristrúnar skilaboð þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra um málið. Það hafi verið gert vegna fyrirspurna RÚV til mennta- og barnamálaráðherra. Forsætisráðherra hafi verið upplýstur um fundarbeiðni barnamálaráðherra skömmu síðar, klukkan 14:02. Þá hafi verið efnt til fundar forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem hafi lokið á sjötta tímanum. Sjá einnig: Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Í Speglinum á Rúv klukkan 18 sama dag var greint frá því að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var 23 ára. Um hálftíma síðar sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir af sér sem ráðherra. Yfirlit yfir tölvupósta Hér fyrir neðan má sjá yfirlit tölvupósta til forsætisráðuneytisins og svör ritarans við þeim póstum: 9. mars 12:37 Ábending/fyrirspurn send í gegnum vef Stjórnarráðsins 11. mars 12:13 Tölvupóstur sendur á for@for.is 12. mars 14:12 Tölvupóstur frá ritara forsætisráðherra 13. mars 00:16 Tölvupóstur frá málshefjanda 13. mars 11:19 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 10:36 Tölvupóstur frá ritara forsætisráðherra 14. mars 10:56 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 11:39 Tölvupóstur frá ritara forsætisráðherra 14. mars 11:50 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 11:52 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 12:31 Tölvupóstur frá málshefjanda 17. mars 14:52 Tölvupóstur frá málshefjanda 17. mars 15:27 Tölvupóstur framsendur af ritara forsætisráðherra á aðstoðarmenn Hér fyrir neðan má sjá skjölin tvö sem fjölmiðlum bárust, tölvupósta úr málaskrá og tímalínu yfir þróun málsins hjá forsætisráðuneytinu. Tengd skjöl Tölvupóstar_úr_málaskráPDF607KBSækja skjal TímalínaPDF77KBSækja skjal Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning Sjá meira
Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum rétt fyrir 17 öll gögn úr málaskrá ráðuneytisins vegna erindis sem barst 9. mars þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra. Þar má sjá yfirlit yfir tölvupósta sem bárust ráðuneytinu. Búið er að afmá nafn sendanda en þegar liggur fyrir að um er að ræða Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður Eiríks Ásmundssonar, barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ráðuneytið hefur jafnframt tekið saman í skjali tímalínu málsins af sinni hálfu til að veita „sem gleggsta mynd af meðferð erindisins innan ráðuneytisins.“ Þá kemur fram að málið sé enn opið í málaskrá ráðuneytisins og að beiðanda verði sent lokasvar áður en málinu verður lokað. Hér fyrir neðan má sjá framvindu málsins, tölvupósta Ólafar og svör ritara forsætisráðherra. „Vinsamlegast útvegið mér fund með Kristrúnu Frostadóttur“ Fyrsti pósturinn barst þann 9. mars til ráðuneytisins sem fyrirspurn send gegnum vef Stjórnarráðsins. Hann var svohljóðandi: „Góðan daginn, vinsamlegast útvegið mér fund með Kristrúnu Frostadóttur sem allra fyrst, fund sem mun taka um 5 mínútur.“ Í tímalínuskjali ráðuneytisins segir að í fjölmiðlum hefði komið fram að Ólöf hefði hringt í ráðuneytið tveimur dögum síðar, þann 11. mars, og „fengið þau svör að trúnaði sé haldið um erindi sem til þess berast.“ Eftir könnun innan ráðuneytisins hafi komið fram að enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi móttekið umrætt símtal. Ráðuneytið hafi þá óskað eftir upplýsingum frá Umbru - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, sem annast símsvörun fyrir Stjórnarráðið, um það hvort umrætt símtal hafi borist þangað. Umbra greindi frá því að símtal hefði borist þangað frá sendanda klukkan 12:06 þann 11. mars. Símtalið hafi varað í fjórar mínútur og þar hafi verið óskað eftir samtali við forsætisráðherra. Efnisatriði málsins hafi ekki verið rædd og trúnaði ekki heitið. „Símtalið var ekki áframsent á starfsmenn forsætisráðuneytis en samkvæmt venju var innhringjanda leiðbeint um að hafa samband við ráðuneytið með tölvupósti á netfangið for@for.is til að bera upp erindið og óska eftir viðtali.“ Ráðuneytið áréttar að stjórnvöldum er ekki heimilt að heita trúnaði um upplýsingar sem þeim berast, enda gildi sú meginregla að upplýsingar og gögn sem stjórnvöldum berast skuli vera aðgengileg nema þær takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Beðið um fund með Kristrúnu sem Ásthildur mætti sitja Þremur mínútum eftir að samtalinu lauk, klukkan 12:13, sendi Ólöf póst beint á forsætisráðuneytið. Þar greindi Ólöf frá því að málið varðaði Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann hljóðaði svo: „Góðan daginn, ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur, það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á.“ Í tímalínuskjali ráðuneytisins kemur fram að erindið hafi verið tekið fyrir sama dag, 11. mars, á reglulegum fundi forsætisráðherra klukkan 13:00 með aðstoðarmönnum og ritara ráðherra þar sem fjallað er um ýmis innsend erindi og beiðnir sem ráðherra berast. „Á þeim fundi var ákveðið að kanna hvort mennta- og barnamálaráðherra þekkti til sendanda eða mögulegs fundarefnis áður en afstaða yrði tekin til fundarbeiðninnar,“ segir í skjali ráðuneytisins Sendandi erindisins borinn undir Ásthildi Lóu Strax í kjölfarið hafi aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, sent aðstoðarmanni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, textaskilaboð. Þar hafi aðstoðarmaðurinn spurst fyrir um hvort ráðherra þekkti til sendanda eða mögulegs fundarefnis. Með skilaboðunum hafi fylgt skjáskot af fundarbeiðninni 11. mars þar sem sendandi gaf upp nafn, símanúmer og heimilisfang. Síðar sama dag hafi aðstoðarmenn Kristrúnar og aðstoðarmaður Ásthildar hist á Alþingi þar sem ráðherrar svöruðu óundirbúnum fyrirspurnum klukkan 13:30. Aðstoðarmaður Ásthildar hafi þar greint aðstoðarmanni Kristrúnar frá því munnlega að Ásthildur þekkti ekki til sendanda og vissi ekki um hvað mögulegt fundarefni snerist. Ásthildur hafi komið á eftir aðstoðarmanni sínum og staðfest það við aðstoðarmann Kristrúnar. „Frekari samskipti milli forsætisráðuneytis og mennta- barnamálaráðuneytis áttu sér ekki stað um fundarbeiðnina eða málið að öðru leyti fyrr en 20. mars,“ segir í skjalinu. Degi síðar, þann 12. mars klukkan 14:12, svaraði Martha Ricart, ritari forsætisráðherra, erindinu og bað sendanda að útskýra erindið áður en það yrði tekið til skoðunar í ráðuneytinu. Ólöf greinir frá erindinu Rétt eftir miðnætti þann 13. mars svaraði Ólöf pósti ritarans og greindi frá erindinu í ítarlega máli. Búið er að afmá stærstan part töluvupóstsins vegna upplýsinga sem falla undir 9. grein upplýsingalaga nr. 140/2012. Ólöf byrjar póstinn á því að segja að á vefnum komi fram að Ásthildur Lóa Þórsdóttir eigi tvo drengi með manni sínum en það sé ekki rétt. „Ég steig ekki fyrr fram því ég áttaði mig ekki á að þetta væri sú sem var...“ skrifar Ólöf en búið er að afmá framhaldið. Fylli maður í eyðurnar er Ólöf væntanlega að tala um að Ásthildur sé sú sem eignaðist barn með Eiríki Ásmundssyni fyrir 36 árum þegar hún var 22 ára og hann sextán ára. Restina af textanum er búið að afmá fyrir utan eina setningu um miðbik póstsins: „Ég vil að hún stigi til hliðar og þá mun ég ekki ræða þetta frekar...“ Morguninn eftir klukkan 11:19 þann 13. mars sendi Ólöf annan póst á ritara forsætisráðherra sem búið er að afmá algjörlega. Ráðuneytið hafnar erindinu Ritari forsætirsráðherra svarar pósti Ólafar klukkan 10:36 degi síðar, þann 14. mars og þakkar henni fyrir að skýra erindið. Þá greinir hún frá því að ekki sé hægt að bjóða fund eða símtal við forsætisráðherra vegna málsins. Tuttugu mínútum síðar, klukkan 10:56, sendir Ólöf annan póst á ritarann. Ólöf virðist þá ekki hafa séð síðasta póst ritarans þar sem erindinu er hafnað og spyr aftur hvenær erindi hennar verði tekið fyrir. Um 40 mínútum síðar, klukkan 11:39, svarar ritarinn: „Ég sendi svar fyrr í morgun um að ekki væri unnt að bjóða samtal við forsætisráðherra vegna málsins.“ Spurt hvort Kristrún sé samþykk því að hafa Ásthildi í ráðuneytið Eftir þetta sendir Ólöf þrjá pósta á ritarann yfir fjörutíu mínútna tímabil. Sá fyrsti birtist klukkan 11:50, ellefu mínútum eftir að svar ritarans berst. Hann er svohljóðandi: „Ég var að sjá það og spyr því, af hverju ekki? Samþykkir forsætisráðherra Ásthildi í þetta ráðuneyti með þessa sögu?“ Þrátt fyrir að Ólöf segist hafa séð svarið virðist svo ekki vera því tveimur mínútum síðar, klukkan 11:52, sendir hún annan póst á ritarann þar sem hún segist ekki finna svarið: „Fyrr í morgun… finn það ekki einu sinni í ruslpóstinum. Rúmum einum og hálfum tíma síðar, klukkan 12:31, sendir Ólöf annan póst þar sem hún leiðréttir síðasta póst sinn. Hann hljóðar svo: „Leiðrétting…. Þú sendir fyrr í morgun en ég bíð eftir svari.“ „Vil gjarnan frá svar“ Fjórði pósturinn í röð frá Ólöfu til ritarans berst þremur dögum síðar, 17. mars, klukkan 14:52. Þar hún biður enn um svör frá ráðuneytinu við spurningu sinni um það hvort forsætisráðherra samþykki Ásthildi í barnamálaráðuneytið með sína sögu. „Vil gjarnan fá svar svo ég geti brugðist við, að mínu mati er þetta algjörlega óásættanlegt,“ skrifar Ólöf í póstinum. Ritarinn svarar ekki þeirri spurningu Ólafar heldur áframsendir póst hennar um klukkutíma síðar, 14:52, á aðstoðarmenn forsætisráðherra: Ólaf Kjaran og Kristínu Ólafsdóttur. Dagur afsagnarinnar Í tímalínuskjali ráðuneytisins segir að í símtali þann 20. mars klukkan 10:55 hafi fréttamaður RÚV óskað eftir upplýsingum frá aðstoðarmanni forsætisráðherra um það hvort erindi sendanda hefði borist ráðuneytinu. Símtalið við fréttamanninn hafi varað í eina mínútu. Þremur klukkustundum síðar sama dag, klukkan 13:52, hafi aðstoðarmaður Ásthildar sent aðstoðarmanni Kristrúnar skilaboð þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra um málið. Það hafi verið gert vegna fyrirspurna RÚV til mennta- og barnamálaráðherra. Forsætisráðherra hafi verið upplýstur um fundarbeiðni barnamálaráðherra skömmu síðar, klukkan 14:02. Þá hafi verið efnt til fundar forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem hafi lokið á sjötta tímanum. Sjá einnig: Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Í Speglinum á Rúv klukkan 18 sama dag var greint frá því að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var 23 ára. Um hálftíma síðar sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir af sér sem ráðherra. Yfirlit yfir tölvupósta Hér fyrir neðan má sjá yfirlit tölvupósta til forsætisráðuneytisins og svör ritarans við þeim póstum: 9. mars 12:37 Ábending/fyrirspurn send í gegnum vef Stjórnarráðsins 11. mars 12:13 Tölvupóstur sendur á for@for.is 12. mars 14:12 Tölvupóstur frá ritara forsætisráðherra 13. mars 00:16 Tölvupóstur frá málshefjanda 13. mars 11:19 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 10:36 Tölvupóstur frá ritara forsætisráðherra 14. mars 10:56 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 11:39 Tölvupóstur frá ritara forsætisráðherra 14. mars 11:50 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 11:52 Tölvupóstur frá málshefjanda 14. mars 12:31 Tölvupóstur frá málshefjanda 17. mars 14:52 Tölvupóstur frá málshefjanda 17. mars 15:27 Tölvupóstur framsendur af ritara forsætisráðherra á aðstoðarmenn Hér fyrir neðan má sjá skjölin tvö sem fjölmiðlum bárust, tölvupósta úr málaskrá og tímalínu yfir þróun málsins hjá forsætisráðuneytinu. Tengd skjöl Tölvupóstar_úr_málaskráPDF607KBSækja skjal TímalínaPDF77KBSækja skjal
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Stjórnsýsla Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning Sjá meira