Ísland tapaði fyrir Kósovó, 2-1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi.
Íslenska liðið flaug aftur til Spánar frá Pristína í Kósovó eftir leikinn og æfði á La Finca í dag.
Þeir sem spiluðu mest í gær voru í endurheimt en aðrir æfðu á fullu, meðal annars Jóhann Berg sem var ekki valinn í upphaflega landsliðshópinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með sínu félagsliði, Al-Orobah í Sádi-Arabíu.
Jóhann Berg gæti leikið sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland og Kósovó mætast á sunnudaginn. Leikurinn fer fram í Murcia á Spáni og telst heimaleikur Íslendinga.
Leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
