Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2025 08:37 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma. RÚV greindi frá sambandi Ásthildar Lóu við sextán ára gamlan pilt sem hún eignaðist barn með þegar hún var sjálf 22 ára gömul í gær. Ráðherrann sagði af sér embætti í kjölfarið. Barnsfaðirinn sakaði Ásthildi Lóu um hindra samskipti sín við barnið og fullyrti að hann hefði greitt meðlag í átján ár. Á meðal þess sem kom fram í umfjöllun RÚV var að Ásthildur Lóa hefði verið leiðbeinandi piltsins þegar hún leiddi unglingsstarf í kristilega söfnuðinum Trú og líf í Kópavogi fyrir meira en þrjátíu árum. Þessu hafnar Ásthildur Lóa í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í morgun. „Ég kynnist barnsföður mínum í gegnum þetta starf en ég var aldrei forstöðumaður fyrir neinu eða leiðbeinandi heldur einfaldlega ein af hópnum sem þarna var. Mér eldra fólk stóð fyrir þessu starfi, stjórnaði því og leiddi,“ skrifar hún. Ásthildur Lóa segist hafa sagt af sér þar sem ljóst var að persónuleg mál hennar myndu skyggja á störf hennar sem ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. Yrði kallað „eltihrelling“ í dag Um samband sitt og piltsins segir hún að það hafi hafist þegar hann var á sextánda ári. Hann hafi sótt mjög í hana og þau náð vel saman. Þegar á leið hafi hann sótt fast að komast í nánara samband við hana og meðal annars setið um hana á tímabili þegar hún tók það ekki í mál. „[Þ]arna upplifði ég eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling en það hugtak var ekki til á þessum tíma. Þetta tók á sig ýmsar myndir en m.a. fór hann að venja komur sínar upp í Mosfellsbæ þar sem ég bjó með föður mínum og systur, og hékk í kringum húsið í alls kyns veðrum og kom svo á gluggann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Systir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bílskúrnum okkar, þar sem hann hafði komið sér fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Hún segist engu að síður hafa haft samviskubit gagnvart piltinum og tilfinningum hans. Jafnframt hafi hún haft áhyggjur af honum vegna aðstæðna hans sem hafi verið erfiðar á margan hátt. Ein nótt í september 1989 hafi hún svo hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa þá hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Sjálfræðisaldur hafi á þessum tíma verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldrei hafi alls ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn hafi þó nær alltaf verið í hina áttina, það er að segja að karlmaðurinn hafi verið eldri en stúlkan. „Sennilega varð ég ólétt strax þetta fyrsta skipti og eftir það varði samband okkar í nokkrar vikur. Sonur okkar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barnsfaðir minn tæplega 17 ára.“ Lét sig hverfa og sóttist stopult eftir samskiptum fyrstu árin Til að svara ásökunum um að hún hafi tálmað barnsföður síns lýsir hún afskiptum, eða afskiptaleysi, hans af barni þeirra. Áhugi hans á henni hafi minnkað verulega fljótlega eftir að hann komst að því að hún væri með barni. Þegar á meðgönguna leið hafi hann „gufað upp“. Hún hafi síðar komist að því að hann væri fluttur inn með konu sem væri eldri en hún sjálf. Hún hafi ekkert heyrt frá piltinum fyrr en hún var á fæðingardeildinni. Þá hafi hann fengið að koma inn og vera viðstaddur fæðinguna. Eftir að barnið fæddist hafi hún reynt að vera í sambandi við barnsföðurinn til að hann gæti átt í samskiptum við það. Í fyrstu hafi hann hitt barnið nokkur skipti en síðan hafi orðið erfitt að ná í hann. Á endanum hafi hún gefist upp á að hafa frumkvæði að samskiptunum. Hún hafi farið fram á meðlagsgreiðslur sem barnsfaðirinn hafi svo greitt samviskusamlega. Það hafi síðan verið þegar sonur þeirra var um tveggja og hálfs árs sem hún hafi fengið fyrirvaralaust boð frá dómsmálaráðuneytinu vegna þess að barnsfaðirinn krefðist umgengni við drenginn aðra hvora helga. Hún hafi ekki treyst honum til þess en úr hafi orðið samkomulag um að hann hitti drenginn einu sinni í mánuði heima hjá henni. Þetta hafi gengið í tvö eða þrjú skipti en eftir það hafi barnsfaðirinn ekki sýnt neitt frumkvæði að samskiptum. Barnsfaðirinn hafi mætt fyrirvaralaust í þriggja ára afmæli drengsins án þess að gera boð á undan sér og hafi þá gefið drengnum þá einu gjöf sem hann hefði nokkru sinni gefið honum. Um ári síðar hafi faðirinn falast eftir að fá drenginn til sín um helgi en Ásthildur Lóa segist hafa sagt honum að hann þyrfti að kynnast barninu fyrst. Maðurinn hafi tekið illa í það en síðan ekki fylgt því frekar eftir. „Mér telst svo til að barnsföðurnum hafi fjórum eða fimm sinnum dottið í hug að hann vildi hitta drenginn og það virðist alltaf hafa átt að vera á hans forsendum og þegar honum hentaði. Það var aldrei nein eftirfylgni af hans hálfu eða vilji til að leggja á sig að ná tengslum við barnið. Sem forsjáraðili barnsins bar mér að gæta að því og hef algjörlega hreina samvisku gagnvart syni mínum og barnsföðurnum hvað það varðar.“ Fyrir tilviljun hafi barnsfaðirinn rekist á son sinn þegar hann var 19 ára gamall. Eftir það hafi þeir hist einu sinni og aldrei eftir það. Síðustu samskiptin hafi verið árið 2010 með skilaboðum til barnsföðurins á Facebook. Ýmislegt í umfjöllun RÚV sem samræmist ekki hennar minni Um það hvernig þessi saga kom upp nú segir Ásthildur Lóa að aðstoðarmaður forsætisráðherra hafi fyrst sýnt henni skilaboð frá ókunnri konu sem falaðist eftir fundi með forsætisráðherra 11. mars. Hún segist hafa leitað að konunni á samfélagsmiðlum og séð að hún væri vinur barnsföður síns. Sunnudaginn 16. mars hafi hún haft samband við konuna sem hafi reynst vera fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar. Sú hafi sakað sig um að beita manninn tálmun í samskiptum við son hans. Því hafi hún neitað. Konan hafi fullyrt að barnsfaðirinn stæði ekki að baki því að hún kæmi fram nú. Hún ætlaði að fara með málið lengra þrátt fyrir að hafa ekki fengið fundinn sem hún sóttist eftir með forsætisráðherra. Konan hafi neitað því að ætla með málið í fjölmiðla. Í gær hafi fréttamaður RÚV svo haft samband til þess að spyrja um sambandið við barnsföðurinn. Ásthildur Lóa segir að ýmislegt í umfjöllun RÚV hafi ekki samræmst hennar minni af atburðunum fyrir 35 árum. „Þegar ljóst var að RÚV myndi segja frétt af þessu máli tæplega fjörutíu ára sambandi mínu og barnsföðurins frá einni hlið, hvort sem ég mætti í viðtal eða ekki, stóð ég frammi fyrir því að mín persónulegu mál frá því ég var ung kona myndu skyggja á ekki bara öll mín störf í mennta- og barnamálaráðuneytinu heldur öll störf ríkisstjórnarinnar sem hefur metnaðarfull áform um breytingar í almannaþágu. Samstarfsfólk mitt, samherjar í ríkisstjórn og innan þingflokka stjórnarflokkanna ásamt mér yrði elt uppi af öllum fjölmiðlum til að krefjast svara og álits á mínum persónulegu málum. Málum sem ég fullyrði kinnroðalaust að hafa engin áhrif á störf mín sem ráðherra. En það var ekki mitt að ráða þeirri för.“ Í samráði við fjölskyldu, samstarfsfólk og forystukonur ríkisstjórnarinnar hafi hún ákveðið að segja af sér embætti. Ásthildur Lóa segist ekki ætla að veita frekari viðtöl um málið. Yfirlýsing frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur Í framhaldi af afsögn minni úr embætti mennta- og barnamálaráðherra tel ég mikilvægt að eftirfarandi komi fram. Þótt margir eigi sjálfsagt erfitt með að trúa því í dag þá var ég algerlega óreynd í ástarmálum á þeim tíma sem ég kynntist barnsföður mínum, vorið 1989 og hafði aldrei verið við karlmann kennd. Ég hafði tekið þátt í kristilegu starfi frá 13 ára aldri og vinir mínir þar voru ýmsum aldri, bæði fólk sem var yngra en ég en einnig eldra. Ég kynnist barnsföður mínum í gegnum þetta starf en ég var aldrei forstöðumaður fyrir neinu eða leiðbeinandi heldur einfaldlega ein af hópnum sem þarna var. Mér eldra fólk stóð fyrir þessu starfi, stjórnaði því og leiddi. Þarna um vorið er barnsfaðir minn tæplega sextán ára gamall sem hann varð síðan í ágúst 1989. Í fyrstu var eingöngu um vináttu að ræða okkar á milli. Hann sótti í að ræða allt milli himins og jarðar við mig og mér líkaði vel við hann. Hann var skemmtilegur og við náðum vel saman, án þess að nokkuð annað væri á bakvið það í mínum huga. Þegar leið á sumarið fór hann ekki í grafgötur með að hann hafði mikinn áhuga á nánara sambandi. Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál, enda hafði ég eins og áður sagði aldrei verið við karlmann kennd. Hann hafði, ef ég man rétt, átt nokkrar kærustur og nefndi a.m.k. tvær konur, mun eldri en mig, sem hann hafði átt í nánu sambandi við. Ég tók nánara samband ekki í mál og reyndi ítrekað að slíta sambandi við hann en við það færðist hann allur í aukana og þarna upplifði ég eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling en það hugtak var ekki til á þessum tíma. Þetta tók á sig ýmsar myndir en m.a. fór hann að venja komur sínar upp í Mosfellsbæ þar sem ég bjó með föður mínum og systur, og hékk í kringum húsið í alls kyns veðrum og kom svo á gluggann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Systir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bílskúrnum okkar, þar sem hann hafði komið sér fyrir. Mér leið illa með þetta. Ég hafði samviskubit gagnvart honum og tilfinningum hans sem hann bar svona utan á sér og ég gat ekki endurgoldið þó mér þætti vænt um hann. Ég hafði líka áhyggjur af honum og aðstæðum hans sem voru á margan hátt erfiðar og mig langaði til að styðja hann og hjálpa á þann hátt sem ég gæti. Það var eina svona nótt í lok september 1989 sem ég hleypti honum inn. Þarna er hann 16 ára gamall og ég hreinlega höndlaði ekki þessar aðstæður. Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og samönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina. Sennilega varð ég ólétt strax þetta fyrsta skipti og eftir það varði samband okkar í nokkrar vikur. Sonur okkar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barnsfaðir minn tæplega 17 ára. Fljótlega eftir að barnsfaðir minn komst að því að ég væri ófrísk minnkaði áhugi hans á mér verulega sem staðfesti það sem ég hafði fyrir löngu gert mér grein fyrir, að engin framtíð væri í sambandi okkar. Þegar leið á meðgönguna gufaði barnsfaðir minn upp og ég fann enga leið til að ná í hann. Einhvern veginn fann ég samt út að hann væri fluttur inn með konu sem var eldri en ég og náði einu sinni í hann til hennar þegar ég þurfti að ræða við hann. Síðustu mánuðina fyrir fæðinguna vissi ég svo lítið sem ekkert af barnsföður mínum og ekki var um neitt samband að ræða. Það er ekki fyrr en ég er bókstaflega að fæða barnið á fæðingardeildinni sem hann birtist og ég samþykki að hann fengi að koma inn og hann var því viðstaddur fæðinguna. Eftir að barnið er fætt reyndi ég að vera í sambandi við barnsföðurinn til að hann gæti verið í samskiptum við son sinn. Hér verður að muna að engir farsímar voru til, einungis heimasímar. Ég hringdi þannig oft í hann og bauð honum heim og fór þá með barnið til að sækja hann. Þetta gekk í nokkur skipti en svo fór að verða mjög erfitt að ná í hann og ef ég náði í hann og við ákváðum stað og stund, þá stóðst það ekki og hann lét aldrei vita af því. Ég var því stundum hringsólandi í kringum vistarverur hans með barnið í bílnum í kannski klukkutíma, án þess að hann léti sjá sig. Í þau skipti sem ég leitaði til foreldra hans í þeim efnum sögðust þau ekki vita hvar hann væri niðurkominn og ljóst að hann bjó ekki hjá þeim og samband hans við foreldrana erfitt. Sem ung móðir hugsaði ég fyrst og fremst um son minn og naut til þess stuðnings föður míns og systur. Eftir erfiðleika við að halda uppi samskiptum við barnsföðurinn og reyna yfirleitt að komast að því hvar hann væri að finna, sem var verulega íþyngjandi, ákvað ég að hætta að standa í því að hafa frumkvæði að þessum samskiptum. Frumkvæðið gæti verið á hans könnu. Sem einstæð móðir með mjög takmörkuð fjárráð fór ég þarna fyrst fram á meðlagsgreiðslur lögum samkvæmt sem barnsfaðirinn greiddi samviskulega. Þegar drengurinn okkar um tveggja og hálfs árs gamall, fæ ég án nokkurs fyrirvara boð frá dómsmálaráðuneytinu vegna þess að barnsfaðirinn vilji fá umgengni við drenginn aðra hvora helgi. Miðað við það sem á undan var gengið treysti ég honum hreinlega ekki til að standa undir þeirri ábyrgð. Það varð hins vegar úr að samkomulag var gert um að hann fengi til reynslu að hitta drenginn einu sinni í mánuði á heimili mínu hjá föður mínum. Þetta gekk eftir í tvö eða þrjú skipti en eftir það sýndi barnsfaðirinn ekkert frumkvæði að því að eiga samskipti við drenginn. Hann sendi drengnum heldur aldrei afmælis- eða jólagjafir né sýndi nokkurt frumkvæði að því að eiga í samskiptum við hann. Þegar drengurinn varð þriggja ára birtist barnsfaðirinn án fyrirvara í afmælið sem ég sagði honum að gengi ekki. Hann yrði að gera boð á undan sér og við yrðum að finna sameignlega tíma til samfunda þeirra. Þarna var hann með gjöf, þá einu sem hann nokkurn tímann gaf syni sínum. Við upprifjun þessarar sögu í gær, rifjaðist upp í samtali mín og systur minnar að barnsfaðir minn hefði einhvern tímann, sennilega þegar barnið er um fjögurra ára gamall, viljað fá barnið til sín um helgi því hann væri komin í sambúð. Ég sagði eins og áður að hann yrði að kynnast honum fyrst. Honum fannst ég verulega ósanngjörn en fylgdi þessu ekki eftir. Það er vert að hafa í huga að á þessum árum vissi ég aldrei nákvæmlega hvar barnsfaðirinn bjó eða hvert símanúmer hans væri. Ég átti því enga möguleika á að hafa samband við hann, hvorki eftir afmælið til að bjóða honum að hitta barnið né þegar hann fylgdi þessari seinni bón sinni ekki eftir. Eftir þetta sýndi barnsfaðirinn engan áhuga á því að eiga í samskiptum við son sinn, þó mig rámi í að hann hafi komið þegar hann var um átta ára gamall, en man ekki hvernig það kom til. Barn er ekki pakki, sem maður afhentir einhverjum þótt hann hafi tekið þátt í getnaðinum ef ekkert samband er til staðar. Mér telst svo til að barnsföðurnum hafi fjórum eða fimm sinnum dottið í hug að hann vildi hitta drenginn og það virðist alltaf hafa átt að vera á hans forsendum og þegar honum hentaði. Það var aldrei nein eftirfylgni af hans hálfu eða vilji til að leggja á sig að ná tengslum við barnið. Sem forsjáraðili barnsins bar mér að gæta að því og hef algjörlega hreina samvisku gagnvart syni mínum og barnsföðurnum hvað það varðar. Fyrir tilviljun rakst barnsfaðirinn á son sinn þegar hann var 19 ára gamall. Eftir það hittust þeir einu sinni og aldrei eftir það. Síðustu samskiptin voru árið 2010 með skilaboðum til barnsföðurins á Facebook. Sonur okkar er 35 ára í dag. Hann hefur því verið lögráða og fullorðin samkvæmt lögum í 17 ár. Þeir hittust einu sinni af tilviljun en þar fyrir utan hefur faðir hans aldrei á öllum þessum árum gert minnstu tilraun til að hitta hann eða mynda samband þeirra í milli. Miðað við mína fyrri reynslu get ég ekki sagt að það komi mér á óvart. Þegar sonur minn er rétt rúmlega eins árs kynntist ég núverandi manni mínum sem gekk syni mínum í föðurstað með öllu sem því fylgir. Samskipti og samband þeirra feðga hafa alla tíð verið mjög góð og því ekkert nema eðlilegt að hann væri kenndur við eina föðurinn sem hann hefur þekkt. Þriðjudaginn 11. mars sýnir aðstoðarmaður forsætisráðherra mér textaskilaboð þar sem ég var rétt að hefja þáttöku í umræðum á Alþingi. Skilaðboðin voru stutt og á þá leið að kona sem var nafngreind og ég kannaðist alls ekki við vildi fund með forsætisráðherra um mig. Ég vona að enginn lasti mér fyrir að vera forvitin um hver þessi kona var og um hvaða mál sem snertu mig hún vildi ræða. Eftir að hafa leitað fyrir mér sé ég að hún og barnsfaðir eldra sonar míns voru vinir á Facebook. Mig fór því að renna í grun um hvaða mál hún vildi tala án þess að ég vissi nokkuð um hver tengsl þessarar konu og barnsföðurins væru. Sunnudaginn 16. mars hafði ég fyrst símasamband við konuna og þá kom í ljós að hún væri fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins. Hún sakaði mig um að hafa beitt hann tálmunum í samskiptum við son hans sem ég neita alfarið að ég hafi gert, samanber það sem ég rakti hér að ofan. Í þessu samtali og nokkrum öðrum þar á eftir í vikunni sem er að líða segir hún mér að hún hafi sent erindi vegna þessara mála til forsætisráðherra og þar sem þau hafi ekki virkað eins og hún vildi, myndi hún leita annara leiða. Hún sagðist þó ekki ætla með málið í fjölmiðla þegar ég spurði um það og fullyrti að barnsfaðirinn væri ekki á bakvið þennan málatilbúnað. Það var síðan í gærmorgun, fimmtudaginn 20. mars, að fréttamaður á RÚV sendir skilaboð til aðstoðarkonu minnar og óskar eftir viðtali við mig um samband mitt við barnsföðurinn fyrir 35-36 árum. Þá var auðvitað ljóst í hvað stefndi. Ég hef alla tíð brunnið fyrir málefnum barna og ungmenna og útskrifaðist sem kennari árið 1994 þegar sonur minn var við fjögurra ára aldurinn. Sem mennta- og barnamálaráðherra fékk ég einstakt tækifæri til að láta margt gott af mér leiða í þessum mikilvæga málaflokki. Uppi voru og eru áætlanir um margs konar mál til úrbóta fyrr börn og ungmenni. Þegar ljóst var að RÚV myndi segja frétt af þessu máli tæplega fjörutíu ára sambandi mínu og barnsföðurins frá einni hlið, hvort sem ég mætti í viðtal eða ekki, stóð ég frammi fyrir því að mín persónulegu mál frá því ég var ung kona myndu skyggja á ekki bara öll mín störf í mennta- og barnamálaráðuneytinu heldur öll störf ríkisstjórnarinnar sem hefur metnaðarfull áform um breytingar í almannaþágu. Samstarfsfólk mitt, samherjar í ríkisstjórn og innan þingflokka stjórnarflokkanna ásamt mér yrði elt uppi af öllum fjölmiðlum til að krefjast svara og álits á mínum persónulegu málum. Málum sem ég fullyrði kinnroðalaust að hafa engin áhrif á störf mín sem ráðherra. En það var ekki mitt að ráða þeirri för. Eftir samtöl við nánasta samstarfsfólk mitt, börnin mín, föður og systur og síðan forystukonur ríkisstjórnarinnar var það mín ákvörðun að láta þessi mál ekki taka alla athygli frá þeim mikilvægu málum sem unnið er að í ráðuneyti mínu og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Það var ekki auðveld ákvörðun en hún var mín. Síðasta símtalið var síðan við eiginmann minn sem staddur var í útlöndum til að greina honum frá þessari ákvörðun minni. Hálftíma síðar var ég mætt rétt fyrir klukkan sex í gærdag í viðtal við fréttamann RÚV þar sem ég lagði eins heiðarlega og ég gat eftir mínu minni öll spilin á borðið. Á þeirri sömu stundu var útvarpað frétt í Speglinum, sem ég heyrði ekki og hafði ekki verið upplýst um innihald þeirrar fréttar, þar sem ýmislegt var sagt sem samræmist ekki mínu minni af þessum kafla í lífi mínu fyrir 35-36 árum. Nú þegar ég hef sagt af mér embætti sem tekur formlega gildi þegar forsætisráðherra og forseti Íslands hafa staðfest það, vona ég að samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, þingflokki og hinum stjórnarflokkunum verði hlíft við því að vera krafið dóma yfir mér og mínu einkalífi. Þau eiga það ekki skilið að vera blandað í mín einkamál og fá vonandi frið til að sinna þeim mikilvægu verkum sem þau hafa tekist á hendur á Alþingi og í ríkisstjórn. Ég mun ekki að sinni veita frekari viðtöl vegna þessa máls og vona að fjölmiðlar sjái sér fært að birta þessa yfirlýsingu mína jafnvel þótt hún sé löng. En í mínum huga er mikilvægt að staðreyndir þessa máls frá mínum bæjardyrum séð fái sömu athygli og fréttir af þessu máli hafa nú þegar fengið í flestum fjölmiðlum landsins. Samstarfsfólki mínu í ríkisstjórn og þingflokkum ríkisstjórnarinnar sendi ég baráttukveðjur með þakklæti fyrir þann heiður að hafa fengið að gegna því mikilvæga trúnaðarstarfi fyrir almenning sem felst í því að vera mennta -og barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ „Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“ 20. mars 2025 23:41 Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09 Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjá meira
RÚV greindi frá sambandi Ásthildar Lóu við sextán ára gamlan pilt sem hún eignaðist barn með þegar hún var sjálf 22 ára gömul í gær. Ráðherrann sagði af sér embætti í kjölfarið. Barnsfaðirinn sakaði Ásthildi Lóu um hindra samskipti sín við barnið og fullyrti að hann hefði greitt meðlag í átján ár. Á meðal þess sem kom fram í umfjöllun RÚV var að Ásthildur Lóa hefði verið leiðbeinandi piltsins þegar hún leiddi unglingsstarf í kristilega söfnuðinum Trú og líf í Kópavogi fyrir meira en þrjátíu árum. Þessu hafnar Ásthildur Lóa í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í morgun. „Ég kynnist barnsföður mínum í gegnum þetta starf en ég var aldrei forstöðumaður fyrir neinu eða leiðbeinandi heldur einfaldlega ein af hópnum sem þarna var. Mér eldra fólk stóð fyrir þessu starfi, stjórnaði því og leiddi,“ skrifar hún. Ásthildur Lóa segist hafa sagt af sér þar sem ljóst var að persónuleg mál hennar myndu skyggja á störf hennar sem ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. Yrði kallað „eltihrelling“ í dag Um samband sitt og piltsins segir hún að það hafi hafist þegar hann var á sextánda ári. Hann hafi sótt mjög í hana og þau náð vel saman. Þegar á leið hafi hann sótt fast að komast í nánara samband við hana og meðal annars setið um hana á tímabili þegar hún tók það ekki í mál. „[Þ]arna upplifði ég eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling en það hugtak var ekki til á þessum tíma. Þetta tók á sig ýmsar myndir en m.a. fór hann að venja komur sínar upp í Mosfellsbæ þar sem ég bjó með föður mínum og systur, og hékk í kringum húsið í alls kyns veðrum og kom svo á gluggann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Systir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bílskúrnum okkar, þar sem hann hafði komið sér fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Hún segist engu að síður hafa haft samviskubit gagnvart piltinum og tilfinningum hans. Jafnframt hafi hún haft áhyggjur af honum vegna aðstæðna hans sem hafi verið erfiðar á margan hátt. Ein nótt í september 1989 hafi hún svo hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa þá hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Sjálfræðisaldur hafi á þessum tíma verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldrei hafi alls ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn hafi þó nær alltaf verið í hina áttina, það er að segja að karlmaðurinn hafi verið eldri en stúlkan. „Sennilega varð ég ólétt strax þetta fyrsta skipti og eftir það varði samband okkar í nokkrar vikur. Sonur okkar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barnsfaðir minn tæplega 17 ára.“ Lét sig hverfa og sóttist stopult eftir samskiptum fyrstu árin Til að svara ásökunum um að hún hafi tálmað barnsföður síns lýsir hún afskiptum, eða afskiptaleysi, hans af barni þeirra. Áhugi hans á henni hafi minnkað verulega fljótlega eftir að hann komst að því að hún væri með barni. Þegar á meðgönguna leið hafi hann „gufað upp“. Hún hafi síðar komist að því að hann væri fluttur inn með konu sem væri eldri en hún sjálf. Hún hafi ekkert heyrt frá piltinum fyrr en hún var á fæðingardeildinni. Þá hafi hann fengið að koma inn og vera viðstaddur fæðinguna. Eftir að barnið fæddist hafi hún reynt að vera í sambandi við barnsföðurinn til að hann gæti átt í samskiptum við það. Í fyrstu hafi hann hitt barnið nokkur skipti en síðan hafi orðið erfitt að ná í hann. Á endanum hafi hún gefist upp á að hafa frumkvæði að samskiptunum. Hún hafi farið fram á meðlagsgreiðslur sem barnsfaðirinn hafi svo greitt samviskusamlega. Það hafi síðan verið þegar sonur þeirra var um tveggja og hálfs árs sem hún hafi fengið fyrirvaralaust boð frá dómsmálaráðuneytinu vegna þess að barnsfaðirinn krefðist umgengni við drenginn aðra hvora helga. Hún hafi ekki treyst honum til þess en úr hafi orðið samkomulag um að hann hitti drenginn einu sinni í mánuði heima hjá henni. Þetta hafi gengið í tvö eða þrjú skipti en eftir það hafi barnsfaðirinn ekki sýnt neitt frumkvæði að samskiptum. Barnsfaðirinn hafi mætt fyrirvaralaust í þriggja ára afmæli drengsins án þess að gera boð á undan sér og hafi þá gefið drengnum þá einu gjöf sem hann hefði nokkru sinni gefið honum. Um ári síðar hafi faðirinn falast eftir að fá drenginn til sín um helgi en Ásthildur Lóa segist hafa sagt honum að hann þyrfti að kynnast barninu fyrst. Maðurinn hafi tekið illa í það en síðan ekki fylgt því frekar eftir. „Mér telst svo til að barnsföðurnum hafi fjórum eða fimm sinnum dottið í hug að hann vildi hitta drenginn og það virðist alltaf hafa átt að vera á hans forsendum og þegar honum hentaði. Það var aldrei nein eftirfylgni af hans hálfu eða vilji til að leggja á sig að ná tengslum við barnið. Sem forsjáraðili barnsins bar mér að gæta að því og hef algjörlega hreina samvisku gagnvart syni mínum og barnsföðurnum hvað það varðar.“ Fyrir tilviljun hafi barnsfaðirinn rekist á son sinn þegar hann var 19 ára gamall. Eftir það hafi þeir hist einu sinni og aldrei eftir það. Síðustu samskiptin hafi verið árið 2010 með skilaboðum til barnsföðurins á Facebook. Ýmislegt í umfjöllun RÚV sem samræmist ekki hennar minni Um það hvernig þessi saga kom upp nú segir Ásthildur Lóa að aðstoðarmaður forsætisráðherra hafi fyrst sýnt henni skilaboð frá ókunnri konu sem falaðist eftir fundi með forsætisráðherra 11. mars. Hún segist hafa leitað að konunni á samfélagsmiðlum og séð að hún væri vinur barnsföður síns. Sunnudaginn 16. mars hafi hún haft samband við konuna sem hafi reynst vera fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar. Sú hafi sakað sig um að beita manninn tálmun í samskiptum við son hans. Því hafi hún neitað. Konan hafi fullyrt að barnsfaðirinn stæði ekki að baki því að hún kæmi fram nú. Hún ætlaði að fara með málið lengra þrátt fyrir að hafa ekki fengið fundinn sem hún sóttist eftir með forsætisráðherra. Konan hafi neitað því að ætla með málið í fjölmiðla. Í gær hafi fréttamaður RÚV svo haft samband til þess að spyrja um sambandið við barnsföðurinn. Ásthildur Lóa segir að ýmislegt í umfjöllun RÚV hafi ekki samræmst hennar minni af atburðunum fyrir 35 árum. „Þegar ljóst var að RÚV myndi segja frétt af þessu máli tæplega fjörutíu ára sambandi mínu og barnsföðurins frá einni hlið, hvort sem ég mætti í viðtal eða ekki, stóð ég frammi fyrir því að mín persónulegu mál frá því ég var ung kona myndu skyggja á ekki bara öll mín störf í mennta- og barnamálaráðuneytinu heldur öll störf ríkisstjórnarinnar sem hefur metnaðarfull áform um breytingar í almannaþágu. Samstarfsfólk mitt, samherjar í ríkisstjórn og innan þingflokka stjórnarflokkanna ásamt mér yrði elt uppi af öllum fjölmiðlum til að krefjast svara og álits á mínum persónulegu málum. Málum sem ég fullyrði kinnroðalaust að hafa engin áhrif á störf mín sem ráðherra. En það var ekki mitt að ráða þeirri för.“ Í samráði við fjölskyldu, samstarfsfólk og forystukonur ríkisstjórnarinnar hafi hún ákveðið að segja af sér embætti. Ásthildur Lóa segist ekki ætla að veita frekari viðtöl um málið. Yfirlýsing frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur Í framhaldi af afsögn minni úr embætti mennta- og barnamálaráðherra tel ég mikilvægt að eftirfarandi komi fram. Þótt margir eigi sjálfsagt erfitt með að trúa því í dag þá var ég algerlega óreynd í ástarmálum á þeim tíma sem ég kynntist barnsföður mínum, vorið 1989 og hafði aldrei verið við karlmann kennd. Ég hafði tekið þátt í kristilegu starfi frá 13 ára aldri og vinir mínir þar voru ýmsum aldri, bæði fólk sem var yngra en ég en einnig eldra. Ég kynnist barnsföður mínum í gegnum þetta starf en ég var aldrei forstöðumaður fyrir neinu eða leiðbeinandi heldur einfaldlega ein af hópnum sem þarna var. Mér eldra fólk stóð fyrir þessu starfi, stjórnaði því og leiddi. Þarna um vorið er barnsfaðir minn tæplega sextán ára gamall sem hann varð síðan í ágúst 1989. Í fyrstu var eingöngu um vináttu að ræða okkar á milli. Hann sótti í að ræða allt milli himins og jarðar við mig og mér líkaði vel við hann. Hann var skemmtilegur og við náðum vel saman, án þess að nokkuð annað væri á bakvið það í mínum huga. Þegar leið á sumarið fór hann ekki í grafgötur með að hann hafði mikinn áhuga á nánara sambandi. Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál, enda hafði ég eins og áður sagði aldrei verið við karlmann kennd. Hann hafði, ef ég man rétt, átt nokkrar kærustur og nefndi a.m.k. tvær konur, mun eldri en mig, sem hann hafði átt í nánu sambandi við. Ég tók nánara samband ekki í mál og reyndi ítrekað að slíta sambandi við hann en við það færðist hann allur í aukana og þarna upplifði ég eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling en það hugtak var ekki til á þessum tíma. Þetta tók á sig ýmsar myndir en m.a. fór hann að venja komur sínar upp í Mosfellsbæ þar sem ég bjó með föður mínum og systur, og hékk í kringum húsið í alls kyns veðrum og kom svo á gluggann hjá mér þegar allt var orðið hljótt. Systir mín fann hann a.m.k. tvisvar í bílskúrnum okkar, þar sem hann hafði komið sér fyrir. Mér leið illa með þetta. Ég hafði samviskubit gagnvart honum og tilfinningum hans sem hann bar svona utan á sér og ég gat ekki endurgoldið þó mér þætti vænt um hann. Ég hafði líka áhyggjur af honum og aðstæðum hans sem voru á margan hátt erfiðar og mig langaði til að styðja hann og hjálpa á þann hátt sem ég gæti. Það var eina svona nótt í lok september 1989 sem ég hleypti honum inn. Þarna er hann 16 ára gamall og ég hreinlega höndlaði ekki þessar aðstæður. Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og samönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina. Sennilega varð ég ólétt strax þetta fyrsta skipti og eftir það varði samband okkar í nokkrar vikur. Sonur okkar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barnsfaðir minn tæplega 17 ára. Fljótlega eftir að barnsfaðir minn komst að því að ég væri ófrísk minnkaði áhugi hans á mér verulega sem staðfesti það sem ég hafði fyrir löngu gert mér grein fyrir, að engin framtíð væri í sambandi okkar. Þegar leið á meðgönguna gufaði barnsfaðir minn upp og ég fann enga leið til að ná í hann. Einhvern veginn fann ég samt út að hann væri fluttur inn með konu sem var eldri en ég og náði einu sinni í hann til hennar þegar ég þurfti að ræða við hann. Síðustu mánuðina fyrir fæðinguna vissi ég svo lítið sem ekkert af barnsföður mínum og ekki var um neitt samband að ræða. Það er ekki fyrr en ég er bókstaflega að fæða barnið á fæðingardeildinni sem hann birtist og ég samþykki að hann fengi að koma inn og hann var því viðstaddur fæðinguna. Eftir að barnið er fætt reyndi ég að vera í sambandi við barnsföðurinn til að hann gæti verið í samskiptum við son sinn. Hér verður að muna að engir farsímar voru til, einungis heimasímar. Ég hringdi þannig oft í hann og bauð honum heim og fór þá með barnið til að sækja hann. Þetta gekk í nokkur skipti en svo fór að verða mjög erfitt að ná í hann og ef ég náði í hann og við ákváðum stað og stund, þá stóðst það ekki og hann lét aldrei vita af því. Ég var því stundum hringsólandi í kringum vistarverur hans með barnið í bílnum í kannski klukkutíma, án þess að hann léti sjá sig. Í þau skipti sem ég leitaði til foreldra hans í þeim efnum sögðust þau ekki vita hvar hann væri niðurkominn og ljóst að hann bjó ekki hjá þeim og samband hans við foreldrana erfitt. Sem ung móðir hugsaði ég fyrst og fremst um son minn og naut til þess stuðnings föður míns og systur. Eftir erfiðleika við að halda uppi samskiptum við barnsföðurinn og reyna yfirleitt að komast að því hvar hann væri að finna, sem var verulega íþyngjandi, ákvað ég að hætta að standa í því að hafa frumkvæði að þessum samskiptum. Frumkvæðið gæti verið á hans könnu. Sem einstæð móðir með mjög takmörkuð fjárráð fór ég þarna fyrst fram á meðlagsgreiðslur lögum samkvæmt sem barnsfaðirinn greiddi samviskulega. Þegar drengurinn okkar um tveggja og hálfs árs gamall, fæ ég án nokkurs fyrirvara boð frá dómsmálaráðuneytinu vegna þess að barnsfaðirinn vilji fá umgengni við drenginn aðra hvora helgi. Miðað við það sem á undan var gengið treysti ég honum hreinlega ekki til að standa undir þeirri ábyrgð. Það varð hins vegar úr að samkomulag var gert um að hann fengi til reynslu að hitta drenginn einu sinni í mánuði á heimili mínu hjá föður mínum. Þetta gekk eftir í tvö eða þrjú skipti en eftir það sýndi barnsfaðirinn ekkert frumkvæði að því að eiga samskipti við drenginn. Hann sendi drengnum heldur aldrei afmælis- eða jólagjafir né sýndi nokkurt frumkvæði að því að eiga í samskiptum við hann. Þegar drengurinn varð þriggja ára birtist barnsfaðirinn án fyrirvara í afmælið sem ég sagði honum að gengi ekki. Hann yrði að gera boð á undan sér og við yrðum að finna sameignlega tíma til samfunda þeirra. Þarna var hann með gjöf, þá einu sem hann nokkurn tímann gaf syni sínum. Við upprifjun þessarar sögu í gær, rifjaðist upp í samtali mín og systur minnar að barnsfaðir minn hefði einhvern tímann, sennilega þegar barnið er um fjögurra ára gamall, viljað fá barnið til sín um helgi því hann væri komin í sambúð. Ég sagði eins og áður að hann yrði að kynnast honum fyrst. Honum fannst ég verulega ósanngjörn en fylgdi þessu ekki eftir. Það er vert að hafa í huga að á þessum árum vissi ég aldrei nákvæmlega hvar barnsfaðirinn bjó eða hvert símanúmer hans væri. Ég átti því enga möguleika á að hafa samband við hann, hvorki eftir afmælið til að bjóða honum að hitta barnið né þegar hann fylgdi þessari seinni bón sinni ekki eftir. Eftir þetta sýndi barnsfaðirinn engan áhuga á því að eiga í samskiptum við son sinn, þó mig rámi í að hann hafi komið þegar hann var um átta ára gamall, en man ekki hvernig það kom til. Barn er ekki pakki, sem maður afhentir einhverjum þótt hann hafi tekið þátt í getnaðinum ef ekkert samband er til staðar. Mér telst svo til að barnsföðurnum hafi fjórum eða fimm sinnum dottið í hug að hann vildi hitta drenginn og það virðist alltaf hafa átt að vera á hans forsendum og þegar honum hentaði. Það var aldrei nein eftirfylgni af hans hálfu eða vilji til að leggja á sig að ná tengslum við barnið. Sem forsjáraðili barnsins bar mér að gæta að því og hef algjörlega hreina samvisku gagnvart syni mínum og barnsföðurnum hvað það varðar. Fyrir tilviljun rakst barnsfaðirinn á son sinn þegar hann var 19 ára gamall. Eftir það hittust þeir einu sinni og aldrei eftir það. Síðustu samskiptin voru árið 2010 með skilaboðum til barnsföðurins á Facebook. Sonur okkar er 35 ára í dag. Hann hefur því verið lögráða og fullorðin samkvæmt lögum í 17 ár. Þeir hittust einu sinni af tilviljun en þar fyrir utan hefur faðir hans aldrei á öllum þessum árum gert minnstu tilraun til að hitta hann eða mynda samband þeirra í milli. Miðað við mína fyrri reynslu get ég ekki sagt að það komi mér á óvart. Þegar sonur minn er rétt rúmlega eins árs kynntist ég núverandi manni mínum sem gekk syni mínum í föðurstað með öllu sem því fylgir. Samskipti og samband þeirra feðga hafa alla tíð verið mjög góð og því ekkert nema eðlilegt að hann væri kenndur við eina föðurinn sem hann hefur þekkt. Þriðjudaginn 11. mars sýnir aðstoðarmaður forsætisráðherra mér textaskilaboð þar sem ég var rétt að hefja þáttöku í umræðum á Alþingi. Skilaðboðin voru stutt og á þá leið að kona sem var nafngreind og ég kannaðist alls ekki við vildi fund með forsætisráðherra um mig. Ég vona að enginn lasti mér fyrir að vera forvitin um hver þessi kona var og um hvaða mál sem snertu mig hún vildi ræða. Eftir að hafa leitað fyrir mér sé ég að hún og barnsfaðir eldra sonar míns voru vinir á Facebook. Mig fór því að renna í grun um hvaða mál hún vildi tala án þess að ég vissi nokkuð um hver tengsl þessarar konu og barnsföðurins væru. Sunnudaginn 16. mars hafði ég fyrst símasamband við konuna og þá kom í ljós að hún væri fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins. Hún sakaði mig um að hafa beitt hann tálmunum í samskiptum við son hans sem ég neita alfarið að ég hafi gert, samanber það sem ég rakti hér að ofan. Í þessu samtali og nokkrum öðrum þar á eftir í vikunni sem er að líða segir hún mér að hún hafi sent erindi vegna þessara mála til forsætisráðherra og þar sem þau hafi ekki virkað eins og hún vildi, myndi hún leita annara leiða. Hún sagðist þó ekki ætla með málið í fjölmiðla þegar ég spurði um það og fullyrti að barnsfaðirinn væri ekki á bakvið þennan málatilbúnað. Það var síðan í gærmorgun, fimmtudaginn 20. mars, að fréttamaður á RÚV sendir skilaboð til aðstoðarkonu minnar og óskar eftir viðtali við mig um samband mitt við barnsföðurinn fyrir 35-36 árum. Þá var auðvitað ljóst í hvað stefndi. Ég hef alla tíð brunnið fyrir málefnum barna og ungmenna og útskrifaðist sem kennari árið 1994 þegar sonur minn var við fjögurra ára aldurinn. Sem mennta- og barnamálaráðherra fékk ég einstakt tækifæri til að láta margt gott af mér leiða í þessum mikilvæga málaflokki. Uppi voru og eru áætlanir um margs konar mál til úrbóta fyrr börn og ungmenni. Þegar ljóst var að RÚV myndi segja frétt af þessu máli tæplega fjörutíu ára sambandi mínu og barnsföðurins frá einni hlið, hvort sem ég mætti í viðtal eða ekki, stóð ég frammi fyrir því að mín persónulegu mál frá því ég var ung kona myndu skyggja á ekki bara öll mín störf í mennta- og barnamálaráðuneytinu heldur öll störf ríkisstjórnarinnar sem hefur metnaðarfull áform um breytingar í almannaþágu. Samstarfsfólk mitt, samherjar í ríkisstjórn og innan þingflokka stjórnarflokkanna ásamt mér yrði elt uppi af öllum fjölmiðlum til að krefjast svara og álits á mínum persónulegu málum. Málum sem ég fullyrði kinnroðalaust að hafa engin áhrif á störf mín sem ráðherra. En það var ekki mitt að ráða þeirri för. Eftir samtöl við nánasta samstarfsfólk mitt, börnin mín, föður og systur og síðan forystukonur ríkisstjórnarinnar var það mín ákvörðun að láta þessi mál ekki taka alla athygli frá þeim mikilvægu málum sem unnið er að í ráðuneyti mínu og innan ríkisstjórnarinnar í heild. Það var ekki auðveld ákvörðun en hún var mín. Síðasta símtalið var síðan við eiginmann minn sem staddur var í útlöndum til að greina honum frá þessari ákvörðun minni. Hálftíma síðar var ég mætt rétt fyrir klukkan sex í gærdag í viðtal við fréttamann RÚV þar sem ég lagði eins heiðarlega og ég gat eftir mínu minni öll spilin á borðið. Á þeirri sömu stundu var útvarpað frétt í Speglinum, sem ég heyrði ekki og hafði ekki verið upplýst um innihald þeirrar fréttar, þar sem ýmislegt var sagt sem samræmist ekki mínu minni af þessum kafla í lífi mínu fyrir 35-36 árum. Nú þegar ég hef sagt af mér embætti sem tekur formlega gildi þegar forsætisráðherra og forseti Íslands hafa staðfest það, vona ég að samstarfsfólki mínu í ráðuneytinu, þingflokki og hinum stjórnarflokkunum verði hlíft við því að vera krafið dóma yfir mér og mínu einkalífi. Þau eiga það ekki skilið að vera blandað í mín einkamál og fá vonandi frið til að sinna þeim mikilvægu verkum sem þau hafa tekist á hendur á Alþingi og í ríkisstjórn. Ég mun ekki að sinni veita frekari viðtöl vegna þessa máls og vona að fjölmiðlar sjái sér fært að birta þessa yfirlýsingu mína jafnvel þótt hún sé löng. En í mínum huga er mikilvægt að staðreyndir þessa máls frá mínum bæjardyrum séð fái sömu athygli og fréttir af þessu máli hafa nú þegar fengið í flestum fjölmiðlum landsins. Samstarfsfólki mínu í ríkisstjórn og þingflokkum ríkisstjórnarinnar sendi ég baráttukveðjur með þakklæti fyrir þann heiður að hafa fengið að gegna því mikilvæga trúnaðarstarfi fyrir almenning sem felst í því að vera mennta -og barnamálaráðherra.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ „Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“ 20. mars 2025 23:41 Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09 Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjá meira
„Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ „Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“ 20. mars 2025 23:41
Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43