Búnaðarþing og geltandi hundar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2025 07:04 Bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson, sem fengu landbúnaðarverðlaunin 2025, hér með Hönnu Katrínu ráðherra, sem afhenti verðlaunin. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi. Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira