Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2025 14:26 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra með handhöfum landbúnaðarverðlaunanna 2025, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssonar, ábúendum á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði. Stjr Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag. Á vef stjórnarráðsins segir að Brúnastaðir sameini hefðbundinn íslenskan búskap við nýsköpun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. „Á býlinu eru 800 vetrarfóðraðar ær og 80 geitur auk allskyns annara dýra sem eru aðalpersónur húsdýragarðsins á bænum á sumrin. Bændurnir þar eru einnig sterkir þátttakendur í samfélagslegri ábyrgð og menntun, þar sem þau hafa m.a. tekið á móti nemum frá Landbúnaðarskóla Grænlands og verið fósturforeldrar í 27 ár. Brúnastaðir í Fljótum Brúnastaðir hafa skapað sér sérstöðu á Íslandi með framleiðslu á geita- og sauðamjólkurvörum. Árið 2020 hófu þau handverksostagerð og urðu þar með fyrsta býlið á Íslandi til að framleiða eigin geitaost. Þessi nýsköpun hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis og þau voru m.a. tilnefnd til Embla Nordic Food Awards árið 2022 fyrir framlag sitt til norrænnar matargerðar. Ostagerð Brúnastaða sker sig úr með áherslu á gæði, handverk og sjálfbærni, en öll framleiðsla þeirra er unnin á bænum með áherslu á náttúrulegar aðferðir og lágmarks umhverfisáhrif. Brúnastaðir leggja mikla áherslu á sjálfbæran búskap og umhverfisvernd. Þau hafa plantað yfir 70.000 trjám á 32 hektara svæði til að stuðla að bindingu kolefnis og bæta vistkerfi svæðisins. Þau hafa einnig verið þátttakendur í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Brúnastaðir í Fljótum.Stjr Bændur á Brúnastöðum hafa jafnframt verið ötulir í að efla tengingu milli bænda og samfélagsins. Þau bjóða reglulega upp á heimsóknir fyrir skóla, fjölskyldur og ferðamenn þar sem gestir geta fræðst um búskap, matvælaframleiðslu og íslenska náttúru. Gæludýragarðurinn á bænum er vinsæll meðal barna og fullorðinna, þar sem gestir fá tækifæri til að komast í návígi við íslensk húsdýr og kynnast fyrirmyndar búrekstri. Svo skemmtilega vill til að foreldrar Stefaníu Hjördísar, þau Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Ólafsdóttir, voru einnig handhafar landbúnaðarverðlaunanna árið 2001 fyrir búskap sinn í Keldudal í Hegranesi. Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Eftir að hafa blómstrað að sumri dreifir biðukollan fræjum sínum um víðan völl með vindinum. Fræin eru þannig vísbending um þá möguleika og tækifæri til vaxtar sem framtíðin ber í skauti sér.Um er að ræða 24 cm grip úr bronsi sem verið er að leggja lokahönd á ytra og var verðlaunahöfum afhent mynd af gripnum þangað til Biðukollan berst til landsins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Landbúnaður Skagafjörður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að Brúnastaðir sameini hefðbundinn íslenskan búskap við nýsköpun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. „Á býlinu eru 800 vetrarfóðraðar ær og 80 geitur auk allskyns annara dýra sem eru aðalpersónur húsdýragarðsins á bænum á sumrin. Bændurnir þar eru einnig sterkir þátttakendur í samfélagslegri ábyrgð og menntun, þar sem þau hafa m.a. tekið á móti nemum frá Landbúnaðarskóla Grænlands og verið fósturforeldrar í 27 ár. Brúnastaðir í Fljótum Brúnastaðir hafa skapað sér sérstöðu á Íslandi með framleiðslu á geita- og sauðamjólkurvörum. Árið 2020 hófu þau handverksostagerð og urðu þar með fyrsta býlið á Íslandi til að framleiða eigin geitaost. Þessi nýsköpun hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis og þau voru m.a. tilnefnd til Embla Nordic Food Awards árið 2022 fyrir framlag sitt til norrænnar matargerðar. Ostagerð Brúnastaða sker sig úr með áherslu á gæði, handverk og sjálfbærni, en öll framleiðsla þeirra er unnin á bænum með áherslu á náttúrulegar aðferðir og lágmarks umhverfisáhrif. Brúnastaðir leggja mikla áherslu á sjálfbæran búskap og umhverfisvernd. Þau hafa plantað yfir 70.000 trjám á 32 hektara svæði til að stuðla að bindingu kolefnis og bæta vistkerfi svæðisins. Þau hafa einnig verið þátttakendur í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Brúnastaðir í Fljótum.Stjr Bændur á Brúnastöðum hafa jafnframt verið ötulir í að efla tengingu milli bænda og samfélagsins. Þau bjóða reglulega upp á heimsóknir fyrir skóla, fjölskyldur og ferðamenn þar sem gestir geta fræðst um búskap, matvælaframleiðslu og íslenska náttúru. Gæludýragarðurinn á bænum er vinsæll meðal barna og fullorðinna, þar sem gestir fá tækifæri til að komast í návígi við íslensk húsdýr og kynnast fyrirmyndar búrekstri. Svo skemmtilega vill til að foreldrar Stefaníu Hjördísar, þau Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Ólafsdóttir, voru einnig handhafar landbúnaðarverðlaunanna árið 2001 fyrir búskap sinn í Keldudal í Hegranesi. Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Eftir að hafa blómstrað að sumri dreifir biðukollan fræjum sínum um víðan völl með vindinum. Fræin eru þannig vísbending um þá möguleika og tækifæri til vaxtar sem framtíðin ber í skauti sér.Um er að ræða 24 cm grip úr bronsi sem verið er að leggja lokahönd á ytra og var verðlaunahöfum afhent mynd af gripnum þangað til Biðukollan berst til landsins,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Landbúnaður Skagafjörður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13