Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:37 Inga Sæland segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölu Íslandsbanka. Vísir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins. Höfuð gullgæsarinnar hoggið af „Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún. „Þá voru orð á borð við – með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“ Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni. „Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún. Þessi sala verði til fyrirmyndar „Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga. „Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft. „Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að rífa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“ Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun að Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefði fyrr í vikunni mælt fyrir frumvarpi, til að klára sölu á Íslandsbanka. Hún sagðist fagna þessu en hafi á sama tíma furðað sig á því sem hún kallar U-beygju Flokks fólksins. Höfuð gullgæsarinnar hoggið af „Flokkurinn sem hefur áður vaðið á súðum í umræðunni um fyrri söluferli og sjaldan sparað stóru orðin í því samhengi. Hæstvirtur félags- og húsnæðismálaráðherra fór þar fremst í flokki, eins og oft áður,“ sagði Guðrún. „Þá voru orð á borð við – með leyfi forseta: „Nú á að höggva höfuðið af gullgæsinni og setja hana á grillið!“ látin falla.“ Benti hún eins á að eitt kosningaloforða flokksins væri að hann væri andsnúinn sölunni. „Hvað varð til þess að Flokkur fólksins skipti um skoðun í þessu ágæta máli?“ spurði Guðrún. Þessi sala verði til fyrirmyndar „Flokkur fólksins hefur ekki skipt um skoðun. Við teljum í rauninni að það hafi ekki verið ástæða til þess á meðan bankarnir okkar hafa verið að mala gull, og skila miklum arði inn í samfélagið okkar, þá höfum við alltaf verið á móti því að höggva höfuðið af gullgæsinni og skella henni á grillið,“ svaraði Inga. „Það hefur ekkert annað breyst heldur en bara algjörlega orðin stakkaskipti. Í stað þess að vera hrópandi inn í eyðimörkina í stjórnarandstöðu, eins og háttvirtur þingmaður Guðrún Hafsteinsdóttir mun fá að finna á eigin skinni næstu fjögur árin vonandi, er að við erum komin í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórnin ætli að fylgja eftir ágætum málum sem hún hafi erft. „Það hefur ekki komið til tals hjá núverandi ríkisstjórn að rífa upp fjárlögin eða eitt eða neitt slíkt, til að gjörbreyta öllum forsendum. Hins vegar eru gleðifréttirnar þær að þessi sala, hún mun verða til fyrirmyndar eins og hægt er, opin, allt uppi á borðum, engin mistök og það þarf enginn að segja af sér eftir hana.“
Alþingi Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. 10. apríl 2022 18:00
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14. október 2024 13:48
Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. 18. janúar 2025 12:24