Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:31 Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er einn sjö leikmanna Íslands sem er á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum. Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32
Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40