Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 22:05 Vivianne Miedema kom inn af bekknum og breytti gangi mála. Martin Rickett/Getty Images Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum. Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá á dögunum ákvað Man City að láta þjálfara sinn fara eftir óviðunandi árangur. Tímapunkturinn var áhugaverður og kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Annað sem gerði leik kvöldsins einkar áhugaverðan er að þetta var annar af fjórum leikjum liðanna á skömmum tíma. Um liðna helgi vann Chelsea 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum enska deildarbikarsins en í kvöld var það Man City sem fór með sigur af hólmi og Chelsea í vægast sagt erfiðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Leikur kvöldsins var varfærnislega leikinn og hvorugt lið vildi taka óþarfa áhættu. Staðan var því markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom markadrottningin Vivianne Miedema heimaliðinu yfir eftir að varnarmenn Chelsea gátu ómögulega hreinsað boltann almennilega frá marki. 💥 Miedema is there to smash in the ball after an extended corner and give Manchester City the opener against Chelsea!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/A73LK7fiV1— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Mayra Ramírez hélt hún hefði jafnað metin fyrir Chelsea en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það nýttu heimakonur sér og Miedema bætti við öðru marki sínu og öðru marki Man City þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. ✨ MAGIC MIEDEMAShe let's the ball to the work and then places it beautifully to double Manchester City's lead!Watch Man City v. Chelsea live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tDlaiQbUTY— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025 Lokatölur í Manchester-borg 2-0 heimaliðinu í vil og verðandi Englandsmeistarar í Chelsea í vondum málum fyrir síðari leik liðanna. Var þetta fyrsta tap Sonia Bompastor síðan hún tók við þjálfun Chelsea. Jafnframt var þetta fyrsta tap liðsins á leiktíðinni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. 19. mars 2025 20:00