Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa virkað vel og býður aftur upp á flatkökur á fundum Peningastefnunefndar. Vísir Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki. Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki.
Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira