Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2025 19:39 Skiltið, sem Vegagerðin var að setja upp við brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028. Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira