Innlent

Gæti hætt en enn ekki viss

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin á þing í kosningunum í nóvember síðastliðnum.
Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin á þing í kosningunum í nóvember síðastliðnum. Vísir/Arnar

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, ætlar að sitja áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um sinn. 

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins, sem hefur eftir Rósu að hún eigi ekki von á því að sitja í bæjarstjórn út kjörtímabilið, heldur láta af störfum sem bæjarfulltrúi „á næstu vikum eða mánuðum“. Samhliða því myndi hún láta af stjórnarsetu í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. 

Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu.


Tengdar fréttir

Heiða Björg hættir sem formaður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×