Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:50 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef gjósa skyldi á næstu dögum yrði það „endurtekið efni Vísir/Arnar Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira