Rúmlega sjö hundruð skjálftar hafa mælst í hrinunni, þar af sex á stærð. Samkvæmt aflögunarmælingum í vikunni sáust engar skýrar breytingar, sem bentu til að kvikuhreyfingar væru að valda hrinunni.
Mestur var ákafinn í upphafi, þegar fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Bryndís segir ekki útilokað að ákefðin aukist að nýju en aðeins tíminn muni leiða það í ljós.