„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 22:33 Páll segir manninn afar heppinn að vera á lífi. Það sem hafi bjargað honum sé að hafa komist í vatn. Samsett Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við
Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira