„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 22:33 Páll segir manninn afar heppinn að vera á lífi. Það sem hafi bjargað honum sé að hafa komist í vatn. Samsett Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við
Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum