„Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 22:33 Páll segir manninn afar heppinn að vera á lífi. Það sem hafi bjargað honum sé að hafa komist í vatn. Samsett Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, segir bandarískan ferðamann sem fannst í gær afar heppinn að vera á lífi. Páll fór yfir það í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvað þurfi til að lifa óbyggðirnar af. Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ferðamaðurinn fannst í gær í Loðmundarfirði tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa verið týndur í fjóra daga. Maðurinn svaf undir berum himni og lifði, að eigin sögn, á jurtum sem hann taldi óhætt að borða. „Hann segist hafa borðað eitthvað sem hann fann en ég á erfitt með að trúa því að það hafi verið eitthvað sem var raunveruleg næring í,“ segir Páll Ásgeir. Enn sé langt í að nokkuð vakni til lífs í íslenskri náttúru en það geti verið að hann hafi komist í ber frá því síðasta sumar. „Hann komst í vatn og það er það sem bjargar lífi hans. Við þær aðstæður getur maður haldið lífi.“ Páll segir að sé fólk í vanda á þessum árstíma sé líklega best að vera við sjávarmálið. Þar sé hitastigið hæst en annars þurfi það að vera kunnugt staðháttum til að geta fundið vatn. Það sé ekkert sérstakt sem gefi til kynna að vatn sé að koma upp. Kuldinn mesta ógnin Hann segir að það sem aðallega hafi ógnað lífi þessa manns hafi verið kuldinn en það sem geri það að verkum að hann hafi lifað af sé að hann hafi komist í vatn og að kuldinn hafi ekki farið svo langt niður. Þá hafi það einnig verið honum til happs að hann blotnaði ekki. Eina ráðið til að halda á sér hita sé að halda sér á hreyfingu. Maðurinn hafi verið þokkalega klæddur og svo hjálpi létt fitulag. Það hiti og lengi tímann sem fólk getur komist af án matar. Sé mjög kalt er hægt að grafa sig í fönn til að halda á sér hita, en þá er líka meiri hætta á að blotna. Páll segir misjafnt eftir aðstæðum hvað fólk geti gert til að vekja athygli á sér. Þessi maður var í fjöru þannig allt hljóð hefði líklega bergmálast en ólíklegra er að hann hefði sést. Þá sé hægt að nota hreyfingu en í meiri fjarlægð en 800 metra fjarlægð sé ólíklegt að fólk sjáist. Maðurinn var fluttur á spítala. Landsbjörg „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið,“ segir Páll. Sé fólk týnt segir hann ekkert eitt endilega gilda um það hvort það eigi að halda kyrru fyrir eða halda af stað. Sé það í bíl sé betra að halda í skjólið en fyrst og fremst eigi fólk ekki að halda út í ferðalag í íslenskri náttúru illa búið eða án þess að láta einhvern vita. Páll veltir því fyrir sér af hverju maðurinn hafi ekki snúið við
Björgunarsveitir Múlaþing Reykjavík síðdegis Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira