Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:53 Maðurinn var tognaður á ökkla og kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið úti í fjórar nætur og nærst á jurtum sem hann fann. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar. Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar.
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira