Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2025 15:11 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm karlmanns vegna ráns og stunguárásar. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á júníkvöldi árið 2022. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða fangelsisvist. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað og konunni eina milljón króna í miskabætur. Honum var gefið að sök að brjótast inn í íbúð í Hafnarfirði vopnaður hnífi, neyða konu til að afhenda sér fimmtíu þúsund krónur, og síðan reisa hnífinn upp og neyða hana til að afhenda sér rúmlega tíu þúsund krónur til viðbótar. Í ákæru segir að þar á eftir hafi maðurinn ruðst inn í herbergi annarrar konu sem lá sofandi. Hann hafi vakið hana með öskrum, tekið hana hálstaki, og stungið hana tvisvar með hnífnum, annars vegar í framhandlegg og síðan í fótlegg. Fyrir vikið hlaut konan ýmsa áverka, líkt og eins sentímetra langan skurð á fæti og tíu sentímetra langan skurð á framhandlegg sínum. Taldi manninn hafa komið inn af svölunum Önnur konan, sú sem var rænd, lýsti því í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hefði verið nýkomin heim úr búðinni umrætt kvöld og hefði verið að elda kvöldmat þegar atburðarásin hófst. Hún hafði verið nýbúin að opna út á svalir og skyndilega hafi hún séð manninn, sem var kominn inn í íbúðina. Hún taldi að hann hefði greinilega komið sér inn á svalirnar og komist þaðan inn. Maðurinn hefði áður lánað henni 30 þúsund krónur og krafið hana um að fá peninginn aftur. Hún hafi sagt honum að hún væri ekki með pening, og hann byrjað að ota hnífnum að henni. Hún hefði þá náð í veskið sitt og látið hana fá peninga, fyrst hluta af því sem var í veskinu sínu, og síðan allan peninginn eftir að hann krafði hana um meira. Síðan hafi hann spurt hana hvar hin konan væri og hann rokið beint inn í herbergi til hennar. „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Hin konan gaf einnig skýrslu í héraði. Hún sagði að hún hefði átt erfiðan dag, daginn sem árásin átti sér stað. Maðurinn hefði verið að senda henni stöðug skilaboð og spurt hvar hún væri. Því hafi hún lagt sig. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn hefði staðið yfir henni og spurt: „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Samkvæmt framburði konunnar öskraði hann á hana, en hún reyndi að ýta honum burt. Síðan hafi hann tekið um háls hennar. Hún hafi talið að um grín væri að ræða af hans hálfu, en snerist hugur þegar hún hafi fundið fyrir höggum. Fram kemur að í átökum þeirra hafi henni tekist að hringja í vin sinn og taldi að hann hefði heyrt öskrin í sér. Á einhverjum tímapunkti hafi manninum brugðið og farið burt. Hún taldi hugsanlegt að hann hafi annað hvort séð að einhver væri í símanum, eða að hann hefði áttað sig á því hvað hann hefði gert. Því næst hafi hún staðið upp úr rúminu og gengið úr herbergi sínu og mætt hinni konunni sem hafi öskrað. Þá hafi hún litið niður og séð mikið blóð og áttað sig á því að maðurinn hefði stungið hana. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Að sögn hans fór hann ekki heim til kvennanna umræddan dag. Hann hefði verið í vinnunni og síðan farið heim til sín. Daginn eftir hafi hann vaknað við sérsveitina. Maðurinn sagðist ekki skilja hvers vegna konurnar væru að saka hann um þetta. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa lánað þeim peninga. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem mun hafa átt sér stað á júníkvöldi árið 2022. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fimmtán mánaða fangelsisvist. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað og konunni eina milljón króna í miskabætur. Honum var gefið að sök að brjótast inn í íbúð í Hafnarfirði vopnaður hnífi, neyða konu til að afhenda sér fimmtíu þúsund krónur, og síðan reisa hnífinn upp og neyða hana til að afhenda sér rúmlega tíu þúsund krónur til viðbótar. Í ákæru segir að þar á eftir hafi maðurinn ruðst inn í herbergi annarrar konu sem lá sofandi. Hann hafi vakið hana með öskrum, tekið hana hálstaki, og stungið hana tvisvar með hnífnum, annars vegar í framhandlegg og síðan í fótlegg. Fyrir vikið hlaut konan ýmsa áverka, líkt og eins sentímetra langan skurð á fæti og tíu sentímetra langan skurð á framhandlegg sínum. Taldi manninn hafa komið inn af svölunum Önnur konan, sú sem var rænd, lýsti því í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hefði verið nýkomin heim úr búðinni umrætt kvöld og hefði verið að elda kvöldmat þegar atburðarásin hófst. Hún hafði verið nýbúin að opna út á svalir og skyndilega hafi hún séð manninn, sem var kominn inn í íbúðina. Hún taldi að hann hefði greinilega komið sér inn á svalirnar og komist þaðan inn. Maðurinn hefði áður lánað henni 30 þúsund krónur og krafið hana um að fá peninginn aftur. Hún hafi sagt honum að hún væri ekki með pening, og hann byrjað að ota hnífnum að henni. Hún hefði þá náð í veskið sitt og látið hana fá peninga, fyrst hluta af því sem var í veskinu sínu, og síðan allan peninginn eftir að hann krafði hana um meira. Síðan hafi hann spurt hana hvar hin konan væri og hann rokið beint inn í herbergi til hennar. „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Hin konan gaf einnig skýrslu í héraði. Hún sagði að hún hefði átt erfiðan dag, daginn sem árásin átti sér stað. Maðurinn hefði verið að senda henni stöðug skilaboð og spurt hvar hún væri. Því hafi hún lagt sig. Hún hafi síðan vaknað við það að maðurinn hefði staðið yfir henni og spurt: „Afhverju svarar þú ekki símanum?“ Samkvæmt framburði konunnar öskraði hann á hana, en hún reyndi að ýta honum burt. Síðan hafi hann tekið um háls hennar. Hún hafi talið að um grín væri að ræða af hans hálfu, en snerist hugur þegar hún hafi fundið fyrir höggum. Fram kemur að í átökum þeirra hafi henni tekist að hringja í vin sinn og taldi að hann hefði heyrt öskrin í sér. Á einhverjum tímapunkti hafi manninum brugðið og farið burt. Hún taldi hugsanlegt að hann hafi annað hvort séð að einhver væri í símanum, eða að hann hefði áttað sig á því hvað hann hefði gert. Því næst hafi hún staðið upp úr rúminu og gengið úr herbergi sínu og mætt hinni konunni sem hafi öskrað. Þá hafi hún litið niður og séð mikið blóð og áttað sig á því að maðurinn hefði stungið hana. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Að sögn hans fór hann ekki heim til kvennanna umræddan dag. Hann hefði verið í vinnunni og síðan farið heim til sín. Daginn eftir hafi hann vaknað við sérsveitina. Maðurinn sagðist ekki skilja hvers vegna konurnar væru að saka hann um þetta. Þá kannaðist hann heldur ekki við að hafa lánað þeim peninga.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira