Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 18:03 Ronaldo Luis Nazario er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. AP/Manu Fernandez Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldo er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025 Brasilía Mest lesið Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025
Brasilía Mest lesið Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira