Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 17:18 Guðni hóf störf sem prófessor við Háskóla Íslands eftir að hann lauk embættissetu sinni sem forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Rektor Háskóla Íslands hefur ákveðið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs, að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verði prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar við háskólann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, þar sem segir að Guðni taki við starfinu þann 1. júlí. Starfið byggi á grunni þingsályktunartillögu frá Alþingi árið 2011, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar og aldarafmæli Háskóla Íslands, en meðal lykilverkefna prófessorsins er að standa að árlegum ráðstefnum og námskeiðum í sumarháskóla á Hrafnseyri. „Mér þykir vænt um að taka við þessu merka prófessorsstarfi og vonast til að geta haldið áfram því góða starfi sem Guðmundur Hálfdanarson hefur sinnt. Ég hlakka til samstarfs við heimafólk vestra, ekki síst á vettvangi Háskólaseturs Vestfjarða,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni í fréttatilkynningu. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur gegnt starfinu frá 1. apríl 2012. Í tilkynningu segir að á síðustu þrettán árum hafi hann komið að og styrkt ýmis verkefni í samstarfi við stofnanir og einstaklinga á Vestfjörðum, svo sem fornleifarannsóknir og sumarnámskeið á Hrafnseyri, ráðstefnur á Ísafirði, m.a. í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, og starfsemi Tungumálatöfra á Ísafirði. „Það er afar mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá fyrrverandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, til að taka að sér þetta hlutverk enda býr hann yfir einstakri þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þessu starfi, ekki síst með tilliti til starfseminnar á Vestfjörðum. Ég vil jafnframt þakka Guðmundi Hálfdanarsyni fyrir hans frábæra starf á undanförnum árum sem Jóns Sigurðssonar prófessor,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ í fréttatilkynningu. Háskólar Forseti Íslands Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, þar sem segir að Guðni taki við starfinu þann 1. júlí. Starfið byggi á grunni þingsályktunartillögu frá Alþingi árið 2011, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar og aldarafmæli Háskóla Íslands, en meðal lykilverkefna prófessorsins er að standa að árlegum ráðstefnum og námskeiðum í sumarháskóla á Hrafnseyri. „Mér þykir vænt um að taka við þessu merka prófessorsstarfi og vonast til að geta haldið áfram því góða starfi sem Guðmundur Hálfdanarson hefur sinnt. Ég hlakka til samstarfs við heimafólk vestra, ekki síst á vettvangi Háskólaseturs Vestfjarða,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni í fréttatilkynningu. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur gegnt starfinu frá 1. apríl 2012. Í tilkynningu segir að á síðustu þrettán árum hafi hann komið að og styrkt ýmis verkefni í samstarfi við stofnanir og einstaklinga á Vestfjörðum, svo sem fornleifarannsóknir og sumarnámskeið á Hrafnseyri, ráðstefnur á Ísafirði, m.a. í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, og starfsemi Tungumálatöfra á Ísafirði. „Það er afar mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá fyrrverandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, til að taka að sér þetta hlutverk enda býr hann yfir einstakri þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þessu starfi, ekki síst með tilliti til starfseminnar á Vestfjörðum. Ég vil jafnframt þakka Guðmundi Hálfdanarsyni fyrir hans frábæra starf á undanförnum árum sem Jóns Sigurðssonar prófessor,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ í fréttatilkynningu.
Háskólar Forseti Íslands Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira