Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:49 Því fyrr, því betra segir samgönguráðherra. Vísir/Sigurjón Samgönguráðherra vakti máls á alvarlegu ástandi vega fyrir vestan við ríkisstjórnarborðið í gær og talaði um mikilvægi þess að verja auknu fé til viðhalds. Málinu var vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. Í lok febrúar sendu sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi forsætisráðherra bréf vegna neyðarástands í vegamálum. Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur. Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur.
Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11
Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31
Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25