Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 16:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson getur ekki spilað í sinni höll í Magdeburg í byrjun apríl því þar verður í gangi mikil skautasýning. Samsett/AP/Holiday on Ice Þýska stórliðið Magdeburg neyðist til þess að færa næsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu úr 8.000 manna höll í aðeins 2.700 manna höll, vegna glæsilegrar skautasirkussýningar. Handball Planet fjallar um þetta og segir að seinni leikur Magdeburgar við Hauk Þrastarson og félaga í Dinamo Búkarest, í umspili um sæti í átta liða úrslitum, fari fram í Anhalt-Arena í Dessau, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Magdeburg. Ástæðan er sú að þegar leikurinn fer fram, 2. apríl, er GETEC Arena bókuð vegna Holiday on Ice sýningarinnar Horizons. Höllin var raunar bókuð fyrir tveimur árum, vikuna frá 31. mars næstkomandi til 6. apríl. Magdeburg verður vonandi með þá Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson í fullu fjöri eftir meiðsli þegar að einvíginu kemur. Forráðamenn félagsins reyndu að fá það í gegn að heimaleiknum yrði frestað til 8. apríl en Handknattleikssamband Evrópu hafnaði þeirri beiðni. Einnig var sá möguleiki kannaður að skiptast á heimaleikjum við Dinamo Búkarest, svo að spilað yrði í Magdeburg en ekki í Búkarest þann 26. mars, en það gekk ekki upp. „Við urðum því að finna nýja höll með skömmum fyrirvara. Það er ánægjulegt að hafa fengið Anhalt-Arena í Dessau sem varavöll. Yfirvöld í Dessau og kollegar okkar hjá DRHV hafa sýnt okkur frábæran stuðning í þessu mál. Hins vegar er ljóst að við munum ekki geta annað allri eftirspurn eftir miðum,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri handknattleiksfélagsins Magdeburg. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira
Handball Planet fjallar um þetta og segir að seinni leikur Magdeburgar við Hauk Þrastarson og félaga í Dinamo Búkarest, í umspili um sæti í átta liða úrslitum, fari fram í Anhalt-Arena í Dessau, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Magdeburg. Ástæðan er sú að þegar leikurinn fer fram, 2. apríl, er GETEC Arena bókuð vegna Holiday on Ice sýningarinnar Horizons. Höllin var raunar bókuð fyrir tveimur árum, vikuna frá 31. mars næstkomandi til 6. apríl. Magdeburg verður vonandi með þá Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson í fullu fjöri eftir meiðsli þegar að einvíginu kemur. Forráðamenn félagsins reyndu að fá það í gegn að heimaleiknum yrði frestað til 8. apríl en Handknattleikssamband Evrópu hafnaði þeirri beiðni. Einnig var sá möguleiki kannaður að skiptast á heimaleikjum við Dinamo Búkarest, svo að spilað yrði í Magdeburg en ekki í Búkarest þann 26. mars, en það gekk ekki upp. „Við urðum því að finna nýja höll með skömmum fyrirvara. Það er ánægjulegt að hafa fengið Anhalt-Arena í Dessau sem varavöll. Yfirvöld í Dessau og kollegar okkar hjá DRHV hafa sýnt okkur frábæran stuðning í þessu mál. Hins vegar er ljóst að við munum ekki geta annað allri eftirspurn eftir miðum,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri handknattleiksfélagsins Magdeburg.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira