Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 15:31 Næsta eldgos gæti orðið stærra eða sambærilegt eldgosinu sem varð í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftavirknin frá síðustu goslokum hafi verið aðeins austar en í aðdraganda gossins sem hófst 20. nóvember 2024. „Jarðskjálftarnir austan við Sundhnúksgígaröðina eru líklega gikkskjálftar af völdum vaxandi þrýstings vegna kvikusöfnunar, en ekki endilega vísbending um líklegan uppkomustað eldgoss þó að ekki sé hægt að útiloka það. Ítarlegri greining á jarðskjálftagögnunum sem er í gangi gæti varpað skýrara ljósi á orsök þessarar breytingar í staðsetningu jarðskjálftanna,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Myndin sýnir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina frá 8. september 2024 til dagsins í dag 11. mars. Gögnin sýna því bæði jarðskjálftavirkni á milli eldgossins sem lauk 8. september og þess sem hófst 20. nóvember og tímabilið frá síðustu goslokum til dagsins í dag. Á kortinu eru grænir hringir staðsetningar skjálfta í aðdraganda eldgossins sem hófst 20. nóvember 2024 og rauðir hringir eru jarðskjálftar síðustu vikna. Hraunbreiða síðasta eldgoss er sýnd með gráu þekjunni og dökkrauðar línur sýna staðsetningu gossprungna í þeim eldgosum sem hafa orðið á svæðinu síðan í desember 2023. Veðurstofan Þar segir einnig að líklegasta sviðsmyndin sé að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Gert er ráð fyrir því að eldgos hefjist með mjög skömmum fyrirvara. Það verður þá áttunda eldgosið sem hefst á Sundhnúksgígaröðinni frá því við lok árs 2023. Síðasta eldgos sem stóð í 18 daga lauk 8. desember og því eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því að gosi lauk. Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúksgígaröðinni en í dag eru 111 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þar þann 20. nóvember 2024. Grafið sýnir lengd kvikusöfnunartímabila (bláar súlur) í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni síðan desember 2023 og rúmmál hraunbreiðanna (appelsínugular súlur) sem mynduðust í þeim. Bláu súlurnar sýna að tíminn á milli eldgosanna hefur farið vaxandi síðan í mars 2024. Rúmmál eldgosanna fór einnig vaxandi þar til í ágúst 2024 en fyrir eldgosið í nóvember 2024 náði rúmmál kviku undir Svartsengi ekki fyrra magni áður en það kom til eldgoss eins og það hefur gert í dag.Veðurstofan Rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á þessu tímabili er það mesta sem hefur verið áætlað í kvikuhólfinu frá upphafi þessarar goshrinu í desember 2023. Þess vegna er mögulegt að ef til eldgoss kemur á næstu dögum eða vikum geti það orðið sambærilegt eða stærra en eldgosið í ágúst 2024 sem er það stærsta hingað til að rúmmáli. Byggt á fyrri atburðum mun stærð mögulegs eldgoss þó ráðast af því hversu mikil kvika losnar úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Að svo stöddu er erfitt að segja til um stærð næsta atburðar með vissu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftavirknin frá síðustu goslokum hafi verið aðeins austar en í aðdraganda gossins sem hófst 20. nóvember 2024. „Jarðskjálftarnir austan við Sundhnúksgígaröðina eru líklega gikkskjálftar af völdum vaxandi þrýstings vegna kvikusöfnunar, en ekki endilega vísbending um líklegan uppkomustað eldgoss þó að ekki sé hægt að útiloka það. Ítarlegri greining á jarðskjálftagögnunum sem er í gangi gæti varpað skýrara ljósi á orsök þessarar breytingar í staðsetningu jarðskjálftanna,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Myndin sýnir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina frá 8. september 2024 til dagsins í dag 11. mars. Gögnin sýna því bæði jarðskjálftavirkni á milli eldgossins sem lauk 8. september og þess sem hófst 20. nóvember og tímabilið frá síðustu goslokum til dagsins í dag. Á kortinu eru grænir hringir staðsetningar skjálfta í aðdraganda eldgossins sem hófst 20. nóvember 2024 og rauðir hringir eru jarðskjálftar síðustu vikna. Hraunbreiða síðasta eldgoss er sýnd með gráu þekjunni og dökkrauðar línur sýna staðsetningu gossprungna í þeim eldgosum sem hafa orðið á svæðinu síðan í desember 2023. Veðurstofan Þar segir einnig að líklegasta sviðsmyndin sé að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Gert er ráð fyrir því að eldgos hefjist með mjög skömmum fyrirvara. Það verður þá áttunda eldgosið sem hefst á Sundhnúksgígaröðinni frá því við lok árs 2023. Síðasta eldgos sem stóð í 18 daga lauk 8. desember og því eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því að gosi lauk. Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúksgígaröðinni en í dag eru 111 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þar þann 20. nóvember 2024. Grafið sýnir lengd kvikusöfnunartímabila (bláar súlur) í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni síðan desember 2023 og rúmmál hraunbreiðanna (appelsínugular súlur) sem mynduðust í þeim. Bláu súlurnar sýna að tíminn á milli eldgosanna hefur farið vaxandi síðan í mars 2024. Rúmmál eldgosanna fór einnig vaxandi þar til í ágúst 2024 en fyrir eldgosið í nóvember 2024 náði rúmmál kviku undir Svartsengi ekki fyrra magni áður en það kom til eldgoss eins og það hefur gert í dag.Veðurstofan Rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á þessu tímabili er það mesta sem hefur verið áætlað í kvikuhólfinu frá upphafi þessarar goshrinu í desember 2023. Þess vegna er mögulegt að ef til eldgoss kemur á næstu dögum eða vikum geti það orðið sambærilegt eða stærra en eldgosið í ágúst 2024 sem er það stærsta hingað til að rúmmáli. Byggt á fyrri atburðum mun stærð mögulegs eldgoss þó ráðast af því hversu mikil kvika losnar úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Að svo stöddu er erfitt að segja til um stærð næsta atburðar með vissu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira