Lífið samstarf

Til­kynna nafn ný­fæddrar dóttur á um­hverfis­skilti í dag

Orkusalan
„Við viljum endilega fá sem flestar kveðjur og gera þetta sögulegt! Þetta er einstakt tækifæri fyrir fólk til að taka þátt í að dreifa stuðinu með okkur,“ segir Helga Beck, markaðsstjóri Orkusölunnar.
„Við viljum endilega fá sem flestar kveðjur og gera þetta sögulegt! Þetta er einstakt tækifæri fyrir fólk til að taka þátt í að dreifa stuðinu með okkur,“ segir Helga Beck, markaðsstjóri Orkusölunnar.

Margir hafa eflaust tekið eftir fjólubláum skilaboðum í morgunsárið sem innihéldu stuðkveðjur frá almenningi.

Stundum getur verið erfitt að vera í góðu stuði þegar neikvæðar fréttir af bæði innlendum og erlendum vettvangi dynja stöðugt á okkur. Orkusalan ætlar að reyna vinna bug á þeirri neikvæðu orku og koma Íslandi í stuð!

Hvatningarkveðja frá þjálfaranum!

„Við vorum fyrst raforkufyrirtækja til að bjóða viðskiptavinum okkar að velja sér orkuleið undir formerkjunum „Í hvað fer þín orka?“. Nú ætlum við að gefa íslensku þjóðinni færi á að nýta sína orku til að senda stuð út í samfélagið meðan við sjáum um að senda stuð inn á heimilin,“ segir Helga Beck, markaðsstjóri Orkusölunnar.

Sendu fría stuðkveðju

Öll sækjum við orku úr umhverfi okkar og í dag, þriðjudaginn 11. mars, mun Orkusalan vera með yfirtöku á flestum umhverfisskiltum og strætóskýlum í borginni þar sem þjóðinni er boðið að koma á framfæri jákvæðum og hvetjandi stuðkveðjum sem fylla munu almenningsrýmið af gleði. Minna tuð – meira stuð!

Krúttleg kveðja í morgunsárið.

„Það streyma inn skemmtilegar kveðjur, alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Við höfum fengið frá vinnustöðum, bekkjum í grunnskóla og við vitum að par ætla að tilkynna nafn dóttur sinnar með Stuðkveðju í dag,“ segir Helga.

Öllum stendur til boða að skrá sína stuðkveðju hér og mun hún birtast víðsvegar um borgina fyrir augum almennings. Hægt er að nýta tækifærið og senda persónulega kveðju á einhvern sem þér þykir vænt um eða bara senda almenna stuðkveðju til vegfarenda! Innsendingar er ókeypis og opnar öllum óháð viðskiptum við Orkusöluna.

Fyrsta verkefni sinnar tegundar

Verkefni sem þetta er einnig nýlunda fyrir þær sakir að í fyrsta sinn er verið að nýta tæknina til að gefa þjóðinni dagskrárvald yfir auglýsingaskiltum! Í samstarfi við Billboard og Púls media munu birtast kveðjur nánast jafnóðum og þær eru sendar inn, en hægt verður að senda inn kveðjur til klukkan 19 í dag. Skilaboðin munu birtast til miðnættis. Ekki er vitað til þess að sambærilegt verkefni hafi verið útfært á þessum skala.

Falleg afmæliskveðja til bróðurs.

„Við viljum endilega fá sem flestar kveðjur og gera þetta sögulegt! Þetta er einstakt tækifæri fyrir fólk til að taka þátt í að dreifa stuðinu með okkur. Það getur verið til að óska barninu þínu góðs gengis á leið í próf, segja þjóðinni frá því að mamma þín eldi besta lambalærið eða hvetja áfram þitt íþróttafélag. Kannski er einhver sem vill nýta þennan vettvang fyrir bónorð? Hver veit! Eitt er víst að við ætlum að vera í miklu stuði og vonumst til að þessar kveðjur dreifi því sem víðast,“ segir Helga og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.