Fótbolti

Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrí­tugt en fyrir þrí­tugt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu fyrir Al-Nassr á móti Esteghlal í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar hér marki sínu fyrir Al-Nassr á móti Esteghlal í kvöld. Getty/Al Nassr FC

Cristiano Ronaldo skoraði eitt markanna þegar Al Nassr komst áfram í kvöld í Meistaradeild Asíu í fótbolta.

Al Nassr vann þá 3-0 sigur í seinni leiknum á íranska félaginu Esteghlal. Fyrri leiknum endaði með markalausu jafntefli en Ronaldo missti af þeim leik.

Mark Ronaldo í kvöld kom úr vítaspyrnu á 27. mínútu en hann kom sínu liði þá í 2-0. Hann hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Jhon Duran, fyrrum leikmaður Aston Villa, skoraði hin tvö mörkin. Duran kom Al Nassr í 1-0 á 9. mínútu og innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu á 84. mínútu. Hann hefur skorað sex mörk í fyrstu átta leikjum sínum í sádiarabíska boltanum.

Markið hans Ronaldo var jafnframt númer 927 á ferlinum. Það þýðir einnig að hann hefur skorað fleiri mörk eftir þrítugt (464) en fyrir þrítugt (463).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×