Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 10:04 Måns Zelmerlöw hefur ekki átt sjö dagana sæla. EPA/ALBERTO MARTIN Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. Sænsk-finnska gríngrúppan sigraði keppnina með sjö stigum meira en Måns, sem sigraði Eurovision á sínum tíma með laginu Heroes. Måns hafði fyrir fram verið talinn líklegastur til að sigra keppnina með lag sitt Revolution en grínistarnir í Kaj skutu honum ref fyrir rass, rétt svo. Måns sýndi strax tilfinningar eftir úrslitin en Aftonbladet segir hann hafa hlaupið grátandi út úr græna herberginu eftir að úrslit voru tilkynnt. Siguratriðið hjá Kaj má horfa á hér fyrir neðan. Lét dómnefndina heyra það „Ég er einstaklega vonsvikinn. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi gerast í allan dag. Ég gerði allt sem ég gat en ég get ekki keppt við grínatriði. Það sem ég geri er ekki nærri því líkt því sem þeir gera,“ sagði sársvekktur Måns við sænska ríkisútvarpið í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann ræddi svo við Aftonbladet síðar um kvöldið og hafði enn ekki jafnað sig. „Ég er alls ekki ánægður. Ég er ekki viss um að ég muni gera þetta aftur,“ sagði leikarinn. Hann bætti því við að hann hefði verið hissa að sjá hve mörg stig alþjóðlegar dómnefndir hefðu gefið Kaj. Rétt eins og í Söngvakeppninni, gefa dómnefndir í Melodifestivalen frá hinum ýmsu löndum stig. Kaj fékk einungis tveimur stigum minna en Måns frá dómnefndum og sópaði svo inn stigunum í símaatkvæðagreiðslu. „Ég var í áfalli að sjá að dómnefndirnar gáfu Kaj svona háa einkunn. Ég hljóma eins og ég sé tapsár, en við munum komast að því í maí hvort alþjóðlegu dómnefndirnar völdu rétt.“ Framlag Måns má horfa á hér fyrir neðan. „Kæru þröngsýnu hatarar“ Måns virðist í kjölfarið hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir viðbrögð sín við tapi sínu. Hann birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann tjáði sig um þá gagnrýni og stílaði hana á „þröngsýna hatara“ sína. „Sú staðreynd að ég er svekktur yfir úrslitunum er BARA heilbrigt, er það ekki? Hafið þið einhvern tímann horft upp á íþróttamann lenda í öðru sæti og lýsa því svo yfir að hann sé mjög ánægður? Þetta hlýtur að vera í lagi, er það ekki? Þetta er keppni!“ Måns ræddi ósigurinn einnig við aðdáendasíðuna Wiwibloggs að keppni lokinni. Måns bætir því við að hann samgleðjist gríngrúppunni Kaj. Gengur hann svo langt að segjast elska grúppuna og elska þá félaga. Hann sé hinsvegar hvumsa yfir óheftri reiði og ofsafengnum viðbrögðum í sænska athugasemdakerfinu hjá fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Að halda að það sé í lagi að ausa hatri yfir einhvern í athugasemdum af því að viðkomandi vill sigra keppni sem við öll elskum og vegna þess að ég vil ekkert meira en að vera fulltrúi Svíþjóðar aftur í Eurovision? HVERNIG getur það verið rangt? Er það ekki ástæða þess að við erum hérna? Hvernig þýðir það að ég sé asni? Að ég hafi grátið eftir að pressunni var létt af mér og ekki bara þeirri sem ég upplifði í keppninni, það hlýtur að vera í lagi og það þýðir ekki að ég sé tapsár, er það?“ View this post on Instagram A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow) Svíþjóð Eurovision Tengdar fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Sænsk-finnska gríngrúppan sigraði keppnina með sjö stigum meira en Måns, sem sigraði Eurovision á sínum tíma með laginu Heroes. Måns hafði fyrir fram verið talinn líklegastur til að sigra keppnina með lag sitt Revolution en grínistarnir í Kaj skutu honum ref fyrir rass, rétt svo. Måns sýndi strax tilfinningar eftir úrslitin en Aftonbladet segir hann hafa hlaupið grátandi út úr græna herberginu eftir að úrslit voru tilkynnt. Siguratriðið hjá Kaj má horfa á hér fyrir neðan. Lét dómnefndina heyra það „Ég er einstaklega vonsvikinn. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi gerast í allan dag. Ég gerði allt sem ég gat en ég get ekki keppt við grínatriði. Það sem ég geri er ekki nærri því líkt því sem þeir gera,“ sagði sársvekktur Måns við sænska ríkisútvarpið í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann ræddi svo við Aftonbladet síðar um kvöldið og hafði enn ekki jafnað sig. „Ég er alls ekki ánægður. Ég er ekki viss um að ég muni gera þetta aftur,“ sagði leikarinn. Hann bætti því við að hann hefði verið hissa að sjá hve mörg stig alþjóðlegar dómnefndir hefðu gefið Kaj. Rétt eins og í Söngvakeppninni, gefa dómnefndir í Melodifestivalen frá hinum ýmsu löndum stig. Kaj fékk einungis tveimur stigum minna en Måns frá dómnefndum og sópaði svo inn stigunum í símaatkvæðagreiðslu. „Ég var í áfalli að sjá að dómnefndirnar gáfu Kaj svona háa einkunn. Ég hljóma eins og ég sé tapsár, en við munum komast að því í maí hvort alþjóðlegu dómnefndirnar völdu rétt.“ Framlag Måns má horfa á hér fyrir neðan. „Kæru þröngsýnu hatarar“ Måns virðist í kjölfarið hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir viðbrögð sín við tapi sínu. Hann birti í morgun færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann tjáði sig um þá gagnrýni og stílaði hana á „þröngsýna hatara“ sína. „Sú staðreynd að ég er svekktur yfir úrslitunum er BARA heilbrigt, er það ekki? Hafið þið einhvern tímann horft upp á íþróttamann lenda í öðru sæti og lýsa því svo yfir að hann sé mjög ánægður? Þetta hlýtur að vera í lagi, er það ekki? Þetta er keppni!“ Måns ræddi ósigurinn einnig við aðdáendasíðuna Wiwibloggs að keppni lokinni. Måns bætir því við að hann samgleðjist gríngrúppunni Kaj. Gengur hann svo langt að segjast elska grúppuna og elska þá félaga. Hann sé hinsvegar hvumsa yfir óheftri reiði og ofsafengnum viðbrögðum í sænska athugasemdakerfinu hjá fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Að halda að það sé í lagi að ausa hatri yfir einhvern í athugasemdum af því að viðkomandi vill sigra keppni sem við öll elskum og vegna þess að ég vil ekkert meira en að vera fulltrúi Svíþjóðar aftur í Eurovision? HVERNIG getur það verið rangt? Er það ekki ástæða þess að við erum hérna? Hvernig þýðir það að ég sé asni? Að ég hafi grátið eftir að pressunni var létt af mér og ekki bara þeirri sem ég upplifði í keppninni, það hlýtur að vera í lagi og það þýðir ekki að ég sé tapsár, er það?“ View this post on Instagram A post shared by Måns Zelmerlöw (@manszelmerlow)
Svíþjóð Eurovision Tengdar fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. 8. mars 2025 23:19