Fótbolti

Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjart­sláttar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aleksandar Mitrovic hefur skorað grimmt fyrir Al-Hilal.
Aleksandar Mitrovic hefur skorað grimmt fyrir Al-Hilal. afp/Fayez NURELDINE

Aleksandar Mitrovic, leikmaður Al-Hilal í Sádi-Arabíu, var fluttur á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar.

Mitrovic fór á spítala til skoðunar eftir 2-0 sigur Al-Hilal á Al-Fayha í sádi-arabísku úrvalsdeildinni á föstudaginn. 

Hann var fjarri góðu gamni á æfingu Al-Hilal í gær samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Þar sagði að Serbinn hefði farið á spítala sökum óreglulegs hjartsláttar og þreytu.

Mitrovic er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa glímt við meiðsli aftan í læri. Hann hefur skorað þrettán mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir Al-Hilal á tímabilinu.

Al-Hilal keypti Mitrovic fyrir fúlgur fjár frá Fulham í ágúst 2023. Hann hefur skorað 61 mark í 68 leikjum fyrir sádi-arabíska liðið.

Mitrovic, sem er þrítugur, er markahæsti leikmaður í sögu serbneska landsliðsins með 59 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×