Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 22:31 Declan Rice skoraði mark Arsenal í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira