Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 22:31 Declan Rice skoraði mark Arsenal í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira