Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 10:46 Tiger Woods mundaði kylfu á TGL-móti síðasta mánudag en verður ekki með á The Players. Getty/Megan Briggs Nú er orðið ljóst að Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda á Players meistaramótinu sem hefst næsta fimmtudag á TPC Sawgrass vellinum. Hann hefur undanfarið syrgt móður sína sem lést í síðasta mánuði. Woods, sem unnið hefur 15 risamót á ferlinum, missti einnig af Genesis Invitational í síðasta mánuði í kjölfar þess að móðir hans féll frá. Hann tók þó þátt í TGL-innanhússmóti síðasta mánudag en gaf til kynna í viðtali í vikunni að hann yrði ekki með á Players. Nú hefur PGA staðfest að hann verði ekki með. „Þetta var í þriðja sinn sem ég snerti kylfurnar síðan að mamma lést svo ég er ekki alveg kominn inn í þetta aftur,“ sagði Tiger við Sports Illustrated. „Ég er ekki alveg með hjartað í því að æfa núna. Ég hef haft svo margt annað að gera. Þegar mér fer vonandi að líða aðeins betur þá fer ég af stað aftur og skoða dagskrána,“ sagði Tiger. Þetta verður sjötta árið í röð sem að Tiger missir af Players, sem kallað hefur verið „fimmta risamótið“ og er eitt það virtasta í golfíþróttinni. Hins vegar verða 48 af 50 efstu mönnum heimslistans með á mótinu og stefnir sá efsti, Scottie Scheffler, á að verða fyrsti kylfingurinn til að vinna mótið þrisvar síðan að Jack Nicklaus afrekaði það árið 1978. Golf Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Woods, sem unnið hefur 15 risamót á ferlinum, missti einnig af Genesis Invitational í síðasta mánuði í kjölfar þess að móðir hans féll frá. Hann tók þó þátt í TGL-innanhússmóti síðasta mánudag en gaf til kynna í viðtali í vikunni að hann yrði ekki með á Players. Nú hefur PGA staðfest að hann verði ekki með. „Þetta var í þriðja sinn sem ég snerti kylfurnar síðan að mamma lést svo ég er ekki alveg kominn inn í þetta aftur,“ sagði Tiger við Sports Illustrated. „Ég er ekki alveg með hjartað í því að æfa núna. Ég hef haft svo margt annað að gera. Þegar mér fer vonandi að líða aðeins betur þá fer ég af stað aftur og skoða dagskrána,“ sagði Tiger. Þetta verður sjötta árið í röð sem að Tiger missir af Players, sem kallað hefur verið „fimmta risamótið“ og er eitt það virtasta í golfíþróttinni. Hins vegar verða 48 af 50 efstu mönnum heimslistans með á mótinu og stefnir sá efsti, Scottie Scheffler, á að verða fyrsti kylfingurinn til að vinna mótið þrisvar síðan að Jack Nicklaus afrekaði það árið 1978.
Golf Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira