Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 08:02 Sunna Þórarinsdóttir segir marga nýta sér félgasheimilið fyrir alls kyns viðburði. Aðsend Íbúar í Hegranesi í Skagafirði eru afar óánægðir með áform bæjarráðs um að selja skuli félagsheimili Rípurhrepps. Þau segja ákvörðunina svik við samfélagið. Nágrannar þeirra óttist um framtíð félagsheimila sinna. Sveitarstjórn Skagafjarðar tilkynnti íbúum sumarið 2024 um fyrirætlanir um sölu á nokkrum félagsheimilum sveitarfélagsins. Haldinn hafi verið fundur með íbúum til að heyra sjónarmið þeirra. „Fundurinn með íbúum Hegraness var fjölmennur, og skýr vilji kom fram: Íbúar vildu ekki að Félagsheimilið yrði selt, enda var það byggt fyrir samfélagið og á að vera í þeirra þágu áfram. Þar var lögð fram sú tillaga að stofnuð yrðu íbúasamtök sem tækju að sér rekstur hússins, þannig að sveitarfélagið bæri ekki lengur kostnað af því,“ stendur í opnu bréfi íbúasamtaka Hegraness sem birt var á Feyki. „Hugmyndin var sú að sveitarfélagið myndi afhenda íbúasamtökunum félagsheimilið. Af því að sveitarfélagið Skagafjörður greiddi ekki fyrir félagsheimilið upphaflega þegar hrepparnir runnu saman. Þá myndu íbúasamtökin sjá um allan reksturinn þannig að sveitarfélagið þyrfti ekki að standa undir kostnaði af rekstri félagsheimilisins,“ segir Sunna Þórarinsdóttir, íbúi í Hegranesi, í samtali við fréttastofu. Ósátt með framgöngu sveitarstjórnarinnar Byggðarráð Skagafjarðar fundaði um málið og í fundargerð kemur fram að tvær mismunandi útfærslur á sölu hafi verið kannaðar. Annars vegar að auglýsa félagsheimilið til sölu og selja hæstbjóðanda eða hins vegar setja upp einhvers konar matskerfi. „Sú leið að ganga til samninga við einstaklinga eða hópa án auglýsingar er ekki ásættanleg með hliðsjón af jafnræði íbúa og stjórnsýslureglum,“ stendur í fundargerð Byggðarráðsins. „Eftir ítarlega skoðun og með hagsmuni allra íbúa Skagafjarðar að leiðarljósi er niðurstaðan sú að það sé ekki góð stjórnsýsla að ganga til viðræðna við einstaklinga eða hópa um að eignast húsið án auglýsingar. Sú leið að setja upp matskerfi til að velja milli mismunandi hópa eða einstaklinga er flókin í framkvæmd, ásamt því að vægi verðsins í tilboði viðkomandi myndi alltaf vega þungt. Það er því niðurstaða byggðarráðs að heiðarlegast og gagnsæjast sé að auglýsa viðkomandi félagsheimili til sölu til hæstbjóðanda á opnum markaði og þá geta bæði einstaklingar eða hópar boðið í eignina.“ Í bréfi íbúðaráðsins segir að sveitarstjórn hafi án samráðs við íbúanna ákveðið að setja félagsheimili Rípurhrepps á opinn sölumarkað. „Þessi ákvörðun er svik við samfélagið, sem hefur lagt sig fram um að fá áheyrn, sett fram raunhæfar lausnir og lýst sig reiðubúna til að taka kostnað við rekstur og viðhald hússins úr eigin vasa,“ stendur í opna bréfi íbúasamtakanna. „Við erum mjög ósátt við þetta, sérstaklega framgöngu sveitarstjórnarinnar í okkar garð,“ segir Sunna. Kvenfélagskonur fjármögnuðu húsbúnað með kartöflusölu Félagsheimili Rípurhrepps var byggt á sjöunda áratug síðustu aldar og var fjármagnað af sveitarsjóði Rípurhrepps. Húsið er staðsett í Hegranesi, fyrir miðju Skagafjarðar. Íbúar lögðu til sjálfboðavinnu og seldu kvenfélagskonur kartöflur. Tekjur af kartöflusölunni voru nýttar í húsbúnað og borðbúnað fyrir félagsheimilið. Þá var amma Sunnu í kvenfélaginu sem sá um ræktun kartaflanna. Heimilið sé ennþá mikið notað fyrir alls kyns viðburði. Staðurinn hafi því mikilvægt tilfinningalegt gildi fyrir íbúa á svæðinu. Íbúar á svæðinu óttast að félagsheimilið yrði selt sem íbúðarhúsnæði.Aðsend Félagsheimilið, eins og áður kom fram, er staðsett í einum af tólf hreppum sem sameinuðust og urðu sveitarfélag Skagafjarðar. „Þá lagði Rípurhreppur með sér dágóða upphæð í sameinaðan sveitarsjóð. Á þeim tíma hafði fyrrum sveitarstjórnarfólk í Rípurhreppi á orði að góða stöðu sveitarsjóðsins mætti nýta til að reka félagsheimilið og halda því við,“ stendur í bréfi íbúasamtaka. „Í dag er þetta félagsheimili notað í hið hefðbundna jólaball sem kvenfélagið heldur og svo er það þorrablótið sem eru þessir föstu viðburðir. Síðan er einnig töluvert af ættarmótum, giftingum, erfidrykkju og skírnarveislum,“ segir Sunna. Mikil fólksfjölgun hafi verið undanfarin ár í Hegranesi. „Okkar áhyggjur núna er það, af því að það er mikil eftirsókn eftir húsnæði í Hegranesinu, að þessu verði breytt í íbúðarhús,“ segir Sunna. Fólk hafi áhyggjur að þeirra félagsheimili séu næst „Það eru fleiri íbúar í gömlu hreppunum í Skagafirði sem hafa áhyggjur að það komi að þeim næst,“ segir Sunna. Þá stendur í bréfi íbúasamtaka Hegraness að meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar vilji selja átta af tíu félagsheimilum, öll nema Miðgarð og Höfðaborg. Í fundargerð byggðarráðs var einnig fundað með fulltrúum félagsheimila Ljósheima og Skagasels sem tilheyra sveitarfélaginu Skagafirði. Þá kemur fram að sveitarstjórnin var „sammála um að skoða hvort ekki væri skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum af þeim 10 félagsheimilum sem sveitarfélagið á ýmist að öllu leyti eða að verulegu leyti eignarhlut í.“ Skagafjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sveitarstjórn Skagafjarðar tilkynnti íbúum sumarið 2024 um fyrirætlanir um sölu á nokkrum félagsheimilum sveitarfélagsins. Haldinn hafi verið fundur með íbúum til að heyra sjónarmið þeirra. „Fundurinn með íbúum Hegraness var fjölmennur, og skýr vilji kom fram: Íbúar vildu ekki að Félagsheimilið yrði selt, enda var það byggt fyrir samfélagið og á að vera í þeirra þágu áfram. Þar var lögð fram sú tillaga að stofnuð yrðu íbúasamtök sem tækju að sér rekstur hússins, þannig að sveitarfélagið bæri ekki lengur kostnað af því,“ stendur í opnu bréfi íbúasamtaka Hegraness sem birt var á Feyki. „Hugmyndin var sú að sveitarfélagið myndi afhenda íbúasamtökunum félagsheimilið. Af því að sveitarfélagið Skagafjörður greiddi ekki fyrir félagsheimilið upphaflega þegar hrepparnir runnu saman. Þá myndu íbúasamtökin sjá um allan reksturinn þannig að sveitarfélagið þyrfti ekki að standa undir kostnaði af rekstri félagsheimilisins,“ segir Sunna Þórarinsdóttir, íbúi í Hegranesi, í samtali við fréttastofu. Ósátt með framgöngu sveitarstjórnarinnar Byggðarráð Skagafjarðar fundaði um málið og í fundargerð kemur fram að tvær mismunandi útfærslur á sölu hafi verið kannaðar. Annars vegar að auglýsa félagsheimilið til sölu og selja hæstbjóðanda eða hins vegar setja upp einhvers konar matskerfi. „Sú leið að ganga til samninga við einstaklinga eða hópa án auglýsingar er ekki ásættanleg með hliðsjón af jafnræði íbúa og stjórnsýslureglum,“ stendur í fundargerð Byggðarráðsins. „Eftir ítarlega skoðun og með hagsmuni allra íbúa Skagafjarðar að leiðarljósi er niðurstaðan sú að það sé ekki góð stjórnsýsla að ganga til viðræðna við einstaklinga eða hópa um að eignast húsið án auglýsingar. Sú leið að setja upp matskerfi til að velja milli mismunandi hópa eða einstaklinga er flókin í framkvæmd, ásamt því að vægi verðsins í tilboði viðkomandi myndi alltaf vega þungt. Það er því niðurstaða byggðarráðs að heiðarlegast og gagnsæjast sé að auglýsa viðkomandi félagsheimili til sölu til hæstbjóðanda á opnum markaði og þá geta bæði einstaklingar eða hópar boðið í eignina.“ Í bréfi íbúðaráðsins segir að sveitarstjórn hafi án samráðs við íbúanna ákveðið að setja félagsheimili Rípurhrepps á opinn sölumarkað. „Þessi ákvörðun er svik við samfélagið, sem hefur lagt sig fram um að fá áheyrn, sett fram raunhæfar lausnir og lýst sig reiðubúna til að taka kostnað við rekstur og viðhald hússins úr eigin vasa,“ stendur í opna bréfi íbúasamtakanna. „Við erum mjög ósátt við þetta, sérstaklega framgöngu sveitarstjórnarinnar í okkar garð,“ segir Sunna. Kvenfélagskonur fjármögnuðu húsbúnað með kartöflusölu Félagsheimili Rípurhrepps var byggt á sjöunda áratug síðustu aldar og var fjármagnað af sveitarsjóði Rípurhrepps. Húsið er staðsett í Hegranesi, fyrir miðju Skagafjarðar. Íbúar lögðu til sjálfboðavinnu og seldu kvenfélagskonur kartöflur. Tekjur af kartöflusölunni voru nýttar í húsbúnað og borðbúnað fyrir félagsheimilið. Þá var amma Sunnu í kvenfélaginu sem sá um ræktun kartaflanna. Heimilið sé ennþá mikið notað fyrir alls kyns viðburði. Staðurinn hafi því mikilvægt tilfinningalegt gildi fyrir íbúa á svæðinu. Íbúar á svæðinu óttast að félagsheimilið yrði selt sem íbúðarhúsnæði.Aðsend Félagsheimilið, eins og áður kom fram, er staðsett í einum af tólf hreppum sem sameinuðust og urðu sveitarfélag Skagafjarðar. „Þá lagði Rípurhreppur með sér dágóða upphæð í sameinaðan sveitarsjóð. Á þeim tíma hafði fyrrum sveitarstjórnarfólk í Rípurhreppi á orði að góða stöðu sveitarsjóðsins mætti nýta til að reka félagsheimilið og halda því við,“ stendur í bréfi íbúasamtaka. „Í dag er þetta félagsheimili notað í hið hefðbundna jólaball sem kvenfélagið heldur og svo er það þorrablótið sem eru þessir föstu viðburðir. Síðan er einnig töluvert af ættarmótum, giftingum, erfidrykkju og skírnarveislum,“ segir Sunna. Mikil fólksfjölgun hafi verið undanfarin ár í Hegranesi. „Okkar áhyggjur núna er það, af því að það er mikil eftirsókn eftir húsnæði í Hegranesinu, að þessu verði breytt í íbúðarhús,“ segir Sunna. Fólk hafi áhyggjur að þeirra félagsheimili séu næst „Það eru fleiri íbúar í gömlu hreppunum í Skagafirði sem hafa áhyggjur að það komi að þeim næst,“ segir Sunna. Þá stendur í bréfi íbúasamtaka Hegraness að meirihlutinn í sveitarstjórn Skagafjarðar vilji selja átta af tíu félagsheimilum, öll nema Miðgarð og Höfðaborg. Í fundargerð byggðarráðs var einnig fundað með fulltrúum félagsheimila Ljósheima og Skagasels sem tilheyra sveitarfélaginu Skagafirði. Þá kemur fram að sveitarstjórnin var „sammála um að skoða hvort ekki væri skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum af þeim 10 félagsheimilum sem sveitarfélagið á ýmist að öllu leyti eða að verulegu leyti eignarhlut í.“
Skagafjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira