Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 22:50 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu á móti Borussia Dortmund í kvöld. AFP/INA FASSBENDER Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira