Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 22:50 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu á móti Borussia Dortmund í kvöld. AFP/INA FASSBENDER Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Sjá meira
Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Sjá meira