Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 15:47 Ivan Perisic fagnar marki gegn Juventus í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Koen van Weel Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla. PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira