Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 15:47 Ivan Perisic fagnar marki gegn Juventus í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Koen van Weel Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla. PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira