Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. mars 2025 11:58 Nýr ritari, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Í kjölfar formannskjörs var kosið um varaformann og ritara. Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður, en hann bauð sig fram ásamt Diljá Mist Einarsdóttur. Jens Garðar hlaut 928 atkvæði eða 53,2 prósent gildra atkvæða. Diljá Mist hlaut 758 atkvæði sem samsvarar 43,4 prósentum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins, var endurkjörinn ritari með 74,8% atkvæða en hann var einn í framboði. Jens Garðar og Guðrún munu leiða Sjálfstæðisflokkinn. Jens hafði betur í varaformannskjöri gegn Diljá Mist Einarsdóttur. Til vinstri sést Vilhjálmur Árnason, sem mun að öllum líkindum bætast við forystuna eftir augnablik, þar sem hann er einn í yfirlýstu framboði til ritara.Vísir/Anton Brink Á fundinum voru einnig rædd málefni sem snerta framtíð flokksins og stefnumál. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til sextán ára, kvaddi hið pólitíska svið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, lagði áherslu á mikilvægi frelsis og samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. Landsfundurinn markaði mikilvæg tímamót í sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem ný forysta tekur við og stefna flokksins mótast fyrir komandi ár. Í fyrsta sinn í sögu flokksins er kona formaður. Vísir var í beinu streymi úr Laugardalshöll og fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira