Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 18:06 Mamma grís með sónarmynd af gríslingnum sem kemur í sumar. Good Morning Britain/ITV Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022 Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira
Mamma grís, sem ætti með réttu að heita Mamma gylta eða Mamma svín, greindi opinberlega frá meðgöngunni í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain á ITV. „Ég er spennt að tilkynna að fjölskyldan okkar verður enn stærri því við eigum von á öðru afkvæmi. Ég á von á mér í sumar og við erum öll svo spennt,“ sagði hún í þættinum. Tilhugsunin um að eiga þrjá grísi undir fimm ára aldri ku vera yfirþyrmandi að sögn Mömmu gríss en hún sé „aðallega algjörlega himinlifandi“ yfir tíðindunum. Von er á gríslingnum í sumar en hvorki kyn hans né nafn liggur fyrir. Algengt er að gyltur eigi um átta til tólf grísi í hverju goti. Þeir hafa verið eitthvað færri í fjölskyldu Gurru. Meðgöngutími gylta er að meðaltali 114 dagar en samkvæmt Wikipedia er oft er sagt að meðgöngutíminn sé þrír mánuðir, þrjár vikur og þrír dagar. Gölturinn og gyltan sem eru grísir Þættirnir um Gurru grís, sem heitir Peppa Pig á frummálinu, voru fyrst sýndir árið 2004. Síðan þá hafa komið út 407 þættir, kvikmynd og jólaþáttur um fjölskyldu gríssins. Gurra er fjögurra ára og býr með pabba sínum, mömmu og litla bróðurnum Georg sem er tveggja ára. Aðdáendur Gurru munu sjá nýja systkini Gurru næsta haust þegar þættir 408 til 420 verða sýndir. Mamma Gurru heitir eins og fram hefur komið Mamma grís og pabbinn heitir Pabbi grís. Á ensku er Pig-nafnið í Peppa Pig eftirnafn. Til að viðhalda stuðluninni hefur þýðandi ákveðið að þýða Peppu Pig sem Gurru grís og viljað halda grís-nafninu á öllum meðlimum fjölskyldunnar. Fyrir vikið eru mamman og pabban grísir sem er auðvitað ekki rétt því grís á aðeins um ákveðið ung svín. Peppa Pig heitir Gurra Grís á íslensku, væntanlega svo hún heiti ekki "Svín" að eftirnafni. Þetta veldur samt því að pabbi hennar, gríðarmikill göltur, heitir "Pabbi Grís", sem hann augljóslega er ekki. Þetta veldur mér meira hugarangri en ég kæri mig um.— Atli Viðar (@atli_vidar) December 26, 2022
Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira