Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2025 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðast landsleik gegn Wales í október, í 2-2 jafnteflinu á Laugardalsvelli. Það var hans 83. A-landsleikur. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði. Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira