Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2025 08:01 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðast landsleik gegn Wales í október, í 2-2 jafnteflinu á Laugardalsvelli. Það var hans 83. A-landsleikur. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði. Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira
Arnar tók við landsliðsþjálfarastarfinu í janúar og býr sig undir fyrstu leiki sína við stjórnvölinn. Fyrri leikurinn er í Kósovó 20. mars og sá seinni á Spáni 23. mars. Gylfi segist hafa heyrt hljóðið í þjálfaranum. „Við áttum fínasta spjall fyrir nokkrum vikum. Við ræddum allt og ekkert,“ sagði Gylfi þegar hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í síðustu viku. Gylfi, sem á markamet landsliðsins með 27 mörk í 83 leikjum, vonast eftir sæti í fyrsta landsliðshópi Arnars. „Já, eins og allir leikmenn sem dreymir um að spila fyrir Ísland. Hvort sem menn spila á Íslandi eða erlendis þá horfir maður til þessara leikja og vonast til að vera í hóp. Það er náttúrulega bara undir landsliðsþjálfaranum og hans teymi komið hvort þeir velji mig eða ekki. Það eina sem ég get gert er að æfa eins mikið og ég get og reyna að spila í sem flestum leikjum, svo sjáum við hvað verður,“ sagði Gylfi. Aldrei verið í svona stöðu fyrir landsleiki Gylfi skipti til Víkings á dögunum frá Val. Víkingur tekur ekki þátt í Lengjubikarnum og spilar aðeins örfáa æfingaleiki þar til kemur að leikjunum við Kósóvó. Gylfi kveðst þó ekki hafa áhyggjur af skorti á leikformi þegar í verkefnið verður komið. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður að vera að spila æfingaleiki fyrir landsliðsverkefni en það er bara undir mér komið að spila þessa æfingaleiki og reyna að æfa það vel að ég sé í eins góðu standi og ég get ef ég skyldi verða valinn. Þá geturðu svo spurt mig eftir á hvort ég sé í nógu góðu standi eða ekki en eins og ég segi þá er það undir mér komið að æfa nógu mikið til að gefa mér sem bestan séns á að vera klár,“ sagði Gylfi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira