Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:05 Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun