Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2025 13:07 Ásdís Kristjánsdóttir hefur gegnt embætti bæjarstjóra Kópavogsbæjar frá árinu 2022. Vísir/Vilhelm Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni. Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að í breytingunum felist að stjórnsýslusvið og fjármálasvið bæjarins eru lögð niður og í stað þeirra verði til fjórar skrifstofur um verkefni sviðanna; Skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Þar segir að bæjarritari verði í skipuriti næstráðanda bæjarstjóra og verði yfirmaður lögfræðiþjónustu, skjalaþjónustu og þjónustu við bæjarstjóra og fastanefndir. Skrifstofustjórar heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar fagsviða. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að Kópavogsbær sé stækkandi sveitarfélag og það hafi verið orðið tímabært að endurskoða stjórnsýslu bæjarins í takt við breyttar þarfir. „Meginmarkmið breytinganna er að skýra og skerpa hlutverk miðlægrar stjórnsýslu. Við ætlum að efla þjónustu við íbúa bæjarins meðal annars með aukinni stafrænni þjónustu. Þá munum við áfram standa vörð um góðan rekstur og ábyrga áhættu- og fjárstýringu með því að efla greiningar á rekstri einstakra málaflokka, þvert á svið og skrifstofur hjá Kópavogsbæ,“ er haft eftir Ásdísi. Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana. Í tilkynningu segir ennfremur að auglýst verði á næstu dögum eftir skrifstofustjórum þriggja af fjórum nýrra skrifstofa: Þjónustustjóra, umbóta- og þróunarstjóra og áhættu- og fjárstýringarstjóra. Núverandi mannauðsstjóri verði yfir skrifstofu mannauðs- og kjaramála. „Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verður í kjölfar breytinganna auk bæjarstjóra skipuð bæjarritara, mannauðsstjóra, þjónustustjóra, áhættu- og fjárstýringarstjóra, umbóta og þróunarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs. Breytingarnar taka gildi um mánaðamót,“ segir í tilkynningunni.
Um helstu verkefni nýrra skrifstofa segir: Skrifstofa umbóta og þróunar: Þverlæg verkefni sem snúa að umbótum og þróun innan sveitarfélagsins, stafræn þjónusta, stuðningur við innleiðingu þeirra stefna sem markaðar hafa verið hjá Kópavogsbæ, þróun stjórnendaupplýsinga og mælaborða, menningarmál, markaðs- og samskiptamál og menningarmál. Skrifstofa þjónustu: Sameinað þjónustuver velferðar- og stjórnsýslusviðs, síma og netmál, kerfis-, rekstrar- og notendaþjónusta og samskipti við ytri birgja varðandi upplýsingatæknimál, mötuneyti, fasteignaumsjón og innkaupamál. Skrifstofa mannauðs- og kjaramála: Verkefni mannauðsdeildar, launabókhald sem og launavinnsla. Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar: Stefnumótun og greining á áhættu og fjárfestingum, mörkun áhættustefnu og virkrar áhættustýringar í starfsemi og rekstri Kópavogsbæjar, fasteignastefna og stefna vegna eignarhalds í félögum og skipulega greiningarvinnu þvert á svið, ásamt gerð fjárfestingaráætlana.
Kópavogur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira