Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 13:52 Jakob Reynir Jakobsson vill fá að bæta við nafninu Aftur. Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega fá að heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var felldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna. Mannanöfn Dómsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Í úrskurði mannanafnanefndar sagði meðal annars að ekki væri hefð fyrir því að mannanöfn væru dregin af atviksorðum. Þá gæti slíkt nafn orðið nafnbera til ama. „Skýringarnar um að þetta væri mér til ama, mér fannst það bara ekki meika sense. Þess vegna fór ég með þetta lengra eftir að hafa fengið synjunina,“ segir Jakob Reynir í samtali við fréttastofu. Núna þarf Jakob Reynir að bíða og sjá hvort ríkið áfrýi dómnum. Ef það gerist ekki muni hann sækja aftur um að fá að heita Aftur með vísan til niðurstöðu héraðsdóms. Táknrænt nafn Nafnið er táknrænt fyrir Jakob Reyni. „Ég fór í meðferð 2020. Ég heyrði mann tala sem sagðist hafa fengið annað tækifæri í lífinu, og ég tók það svolítið til mín. Þá kom þetta til mín, að það yrði ótrúlega fallegt ef ég fengi að bera þetta nafn, Jakob Reynir Aftur, þar sem ég fékk tækifæri til reyna aftur og lifa lífinu.“ Vestur varð nefndinni að falli Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, er farið yfir úrskurð mannanafnanefndar í málinu. Að mati dómsins er hvergi í lögunum að finna neitt um að atviksorð geti ekki talist nafn eða nafnstofn. Á móti kemur sé til nýlegt dæmi um atviksorð sem hafi verið samþykkt sem mannanafn, en það er Vestur. „Þó svo að orðið vestur sé til samhljóma sem bæði nafnorð og atviksorð þykir samt sem áður ljóst að sú forsenda úrskurðarins að engin hefð sé fyrir því að nöfn séu leidd af atviksorðum efnislega röng,“ segir í dómnum. Enginn ami Önnur forsenda mannanafnanefndar fyrir höfnuninni var sú að nafnið gæti orðið nafnbera til ama. Héraðsdómur gefur lítið fyrir það. Ekki verði annað ráðið en að eini aminn stafi af því að nafnið sé leitt af atviksorði. Sé nafni hafnað vegna þess að það geti valdið ama verði merking þess að vera neikvæð eða óvirðuleg, sem eigi ekki við í þessu tilfelli. Þögn ríki um beyginguna Í úrskurði sínum hafi mannanafnanefnd ekkert fjallað um skilyrði um að eiginafn taki íslenska eignarfallsendingu. „Um það skilyrði ríkir þögnin ein í úrskurði nefndarinnar,“ segir í dómnum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þó kemur fram að í málatilbúnaði Jakobs hafi bæði verið lagt til að beygingin yrði: Aftur – Aft -Afti – Afts eða Aftur – Aftur – Aftri – Afturs. Þar sem nefndin tók ekki afstöðu til beygingarinnar gerir hérðasdómur það ekki heldur. Héraðsdómur felldi úrskurð mannanafnanefndar úr gildi, en vísaði frá dómi kröfu Jakobs Reynis um að viðurkennt verði að hann megi bera nafnið Aftur, þar sem nefndin þarf að taka málið aftur fyrir og meta beyginguna.
Mannanöfn Dómsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira