Lífið samstarf

Elda­buskan græjar þriðju vaktina

Eldabuskan
Guðmundur Óli Sigurjónsson og Elín Bjarnadóttir, eigendur Eldabuskunnar.
Guðmundur Óli Sigurjónsson og Elín Bjarnadóttir, eigendur Eldabuskunnar.

Hvað er í matinn?! Hver kannast ekki við að koma heim eftir langan vinnudag, ísskápurinn hálftómur, börnin svöng og kvöldmatartíminn stefnir í algjört kaos. Þetta þekkir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson vel og stofnaði því Eldabuskuna í félagi við Elínu Bjarnadóttur, þjónustu sem sendir tilbúna rétti heim að dyrum.

„Það er þvílík lífsstílsbreyting að geta nú notið gæðastunda með fjölskyldunni í stað þess að allur tíminn fari í endalausan matarundirbúning sem étur upp allt kvöldið. Þetta var bara orðið heim úr skóla, stopp í búð, lesa, elda, borða sofa. Úlfatíminn á hins vegar að vera gæða tími“ segir Guðmundur.

Eldabuskan geti gjörbreytt mesta álagstíma heimilisins.

✔ Engin innkaup – ekkert stress!

✔ Engin uppskriftaleit – engin fyrirhöfn!

✔ Bara góður matur sem tekur 20 mínútur að hita!

„Við vitum að kvöldmatarundirbúningur getur orðið þreytandi, sérstaklega eftir langan dag. hvað á að vera í matinn? Er eitthvað til í ísskápnum, er hægt að setja saman hollan og gómssætan mat í hvelli? Það er hér sem Eldabuskan tekur við og sér um þriðju vaktina fyrir þig. Við sendum ferskan, hollan og heimilislegan mat heim að dyrum – þú þarft bara að hita hann í ofninum og njóta,“ segir hann.

Hvernig virkar þetta?

Fyrirkomulagið er einfalt. Veldu rétti af vefsíðunni sem henta fjölskyldunni í vikunni og fáðu matinn sendan heim. Þá er hægt að vera í áskrift á að einum til sjö réttum í viku, allt mismunandi réttum. Enginn uppsagnarfrestur eða vesen, bara njóta.

Nýjungar í hverri viku

Til að tryggja að kvöldmaturinn verði aldrei leiðinlegur bætir Eldabuskan tveimur nýjum réttum á matseðilinn í hverri viku.

Minna stress – meira samvera

„Við elskum að búa til tíma fyrir fjölskyldur og gæðastundir við kvöldmatarborðið,” segir Guðmundur. Þú getur notað tímann meðan maturinn hitnar í ofninum til að hjálpa við heimalærdóm, spjalla við fjölskylduna eða bara njóta nokkurra rólegra andartaka.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.